Björn á afmæli. Svo... til hamingju með það.
Hvað gerðist 1994? Nú... kennaraverkfall, minnir mig. Og allskyns ferleg músík var í útvarpinu. 2 unlimited, til dæmis. Það... mátti missa sín.
Hér eru nokkur tóndæmi frá 1994:
NiN. 19 árum seinna er þessu gaur ennþá að.
Robot Unicorn Attack lagið. AKA "Alwasy" með Erasure. Ég hélt alltaf að þetta væri cover af einhverju síðan 198X, en nei...
Og þetta er eitt af þessum lögum sem voru stundum á fleiri en einni útvarpsstöð á sama tíma, svo maður komst ekkert hjá því að heyra það. Með hljómsveit sem fólk er smám saman að gleyma: Ace of Base.
Og hvaða kvikmyndir var varið í?
Killing Zoe. Mæli með henni - hugsið ykkur ef það hefði verið eitthvað varið í "Reservoir dogs."
Stargate.
Og svo þessi:
Timecop. Er nákvæmlega jafn frábær og hún segist vera.
Þá hefur drengurinn eitthvað að dunda sér við að leita að.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli