hefur ykkur aldrei fundist að þið gætuð hreinlega bara dottið út í geiminn?
miðvikudagur, desember 31, 2014
Dagur 301 ár 10 (dagur 3953, færzla nr. 1351
Samkvæmt kvikmynd sem ég sá einusinni, þá verður hægt að kaupa svifbretti á næsta ári.
Þetta er til.
fimmtudagur, desember 25, 2014
Dagur 296 ár 10 (dagur 3947, færzla nr. 1350
Jól!
þriðjudagur, desember 16, 2014
Dagur 287 ár 10 (dagur 3938, færzla nr. 1349
Ég hef bent á þetta áður, en það er vert að rökstyðja þessa kenningu með myndum:
Þetta er skoti í skoska þjóðbúningnum.
Þetta er random kvenmaður í katólskum einkaskólabúningi.
Köflótt pils, hnésíður sokkar... þið vitið. Sama sama. Það sem mér finnst undarlegt er að heil þjóð skuli hafa gert með sér ráð um að hafa þetta svona.
Það er líka alveg merkilegt að það er ekki hægt að gúgla "catholic schoolgirl" án þess að fá síðu eftir síðu af kinky fetish stöffi. Það gerir myndskreytingar með svona hugleiðingum miklu erfiðari en þær þurfa að vera.
laugardagur, desember 13, 2014
Dagur 284 ár 10 (dagur 3935, færzla nr. 1348
Kvikmynd kvöldsins:
...en fyrst, trailer:
Þessi treiler er hálf myndin.
Nú þurfiði ekki að sjá þessa. Nei, í alvöru, það er ekkert meira. Bara filler.
Já...
Og nú:
Greaser's palace, frá 1972. Þetta er undarlegasti vestri sem ég hef séð. Þetta er einskonar útgáfa af guðspjöllunum: það er jesú, það er draugur - veit ekki hversu helgur hann er - og það eru indíánar.
Svo er maður með geimhjálm.
Plott??
Veit eiginlega ekki. Það er eins og eiturlyf hafi verið höfð við hönd eða eitthvað.
En hér er hún: stækkið nú skjáinn og takið fram poppið. Og athugið, að þegar sólarlagið birtist, gerist ekkert meira. Þið skiljið það þegar þið sjáið það.
þriðjudagur, desember 02, 2014
Dagur 273 ár 10 (dagur 3924, færzla nr. 1347
Einn kostur við tvíhleypur (og break-open haglabyssur) umfram sjálfvirkar og pumpaðar haglabyssur, er að þær eru áberandi styttri:
Á þessari mynd sést þetta vel. Skeftið og hlaupið á báðum er nákvæmlega jafn langt. Þið getið dánlódað myndinni og skoðað það í MSPaint ef þið nennið.
Þetta gerir tvíhleypur ögn léttari og meðfærilegri.
Hvort þetta vegur upp á móti færri skotum, er annað mál.