þriðjudagur, júní 29, 2004

Dagur 118:

Forsetakosningar. Hve margir tóku þátt í þeim? Margir, flestir reyndar. En sumir nenntu ekki að mæta.

Og nú túlka ég úrslitin:

35% er alveg nákvæmlega sama hver er forseti, eða hvort það er forseti á annað borð.

10% vilja nýjan forseta, hvort heldur sem þeir eru leiðir á þeim gamla, eða hvort þeir vilja bara forseta sem er með meiri tómat.

40% eru sáttir við grísinn, eða vilja áframhaldandi erjur milli hans og stjórnar (kannski 1-5%).

Restin vill A: ekki sjá neinn forseta, eða B: þykir forseti í lagi sem slíkur, en treystir bara ekki ÞESSUM mönnum fyrir embættinu. Og er hægt að lá þeim? Valið stóð á milli komma sem segir bara "Þið eruð svo falleg", gamalmennis sem segir bara "þið eruð svo falleg", og hálfbilaðs manns sem segir bara "verði friður".

Urrg.

Hvernig væri að hafa forseta sem situr heima, og leofar okkur, fólkinu, að segja meira um það sem fer fram í pólitík?

Hvernig væri að lofa okkur að kjósa um kvótakerfið? Það er mikilvægt.

Hvernig væri svo að gera fjármál stjórnmálaflokkanna opinber? Við höfum heimtingu á að fá að vita hver stjórnar landinu, er það ekki? Fimmta valdið, þið vitið, gaurarnir sem múta stjórnmálamönnunum.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli