Dagur 120:
Geimskip. Nóg af þeim þarna úti. Að vísu flest á leið frá okkur sjálfum, en ekki til okkar frá einhverjum öðrum... En er það verra?
Ja, til að skapa, þarf þörf (þarf þörf???), og séu lífverur sáttar við daginn, allt gengur í haginn og allt er fínt og gott, þá hanga dýrin bara uppi í tré og borða ávexti.
En ef allt er ekki í ró og næði, heldur slæmt, og rándýr hlaupa um étandi og snæðandi, og það eru illindi og leiðindi, þá er þörf á ýmsu. Nýjum og betri leiðum til að vera með illindi.
Ef við næðum í allan okar mat upp í tré í formi ávaxta, þyrftum við aldrei að elta hann, og gætum þess vegna ekki orðið leið á að elta hann, og dytti því aldrei í hug, sama hve gáfuð við værum þarna í trénu, að henda á bráðina steinum eða prikum, og myndum aldrei finna upp spjótið, eða bogann.
Ávexti þarf ekkert að elda, og þeir fyrirfinnast líka aðeins í hlýrri löndum, svo við hefðum ekkert með eld að gera...
Geimverur sem kæmu til okkar væru því líklega kjötætur, líkt og við. Þessvegna er fínt að þær skuli ekki vera á leið til okkar, með piparsósuna tilbúna, og ölið til taks.
Horfum til himins...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli