föstudagur, júlí 16, 2004

Dagur 135:
 
Ég er enn gáttaður á því að ekki megi flytja inn krókódíla og lamadýr.  Hissa, furðu lostinn jafnvel.  Það má flytja inn hunda, þeir þurfa bara að vera í einangrun úti í hrísey á smástund, en ekki lamadýr.  Minn skilningur á málinu vex ekkert við þetta.
 
Landbúnaðarráðherra stjórnar þessu.  Svo, ef ég hitti hann verð ég að spyrja hvað veldur.  Kannski eru lamadýr bara ekki jafn-sexý í hans augum og beljur?  Hver veit.
 
Kannski ef lamadýr hétu einfaldara nafni, eins og til dæmis "ell", þá féllu þau betur að fánu landsins - menn í háum embættum væru til í að sætta sig við "Q" og "Á" og "L".  En þá vaknar spurningin, hvað með hestinn?
 
Hestur er mjög ljótt dýr, sem heitir tveggja athvæða nafni - hest-ur-.  Og hrein-dýr.  La-ma-dýr.
 
Aha!  Það eru of mörg athvæði í lamadýr, þessvegna má ekki flytja kvikyndið inn!  Það er of erfitt fyrir möppudýrin að segja það.  Þau gætu þekkst úr á spjallinu.
 
"Hvað er þetta?"
"lamdýr"
"ha?"
"ég meina lamamamadýr"
"-uh- vinnuru nokkuð á stofnun?"
 
Já.
 
 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli