Dagur 131:
Ætli það væri mikið vesen að flytja fíl til landsins?
Auðvitað? Hvað er ég að hugsa? Það væri ómögulegt að flytja fíl inn til landsins! Það er örugglega bannað, til að vernda íslenzka fílastofninn fyrir vírusum.
Það var ekki einusinni hægt að fá leyfi fyrir krókódílum á sínum tíma, vegna ótta við eitthvað sem ekki var.
Já, það er alltaf þessi ótti við eitthvað sem er ekki til, sem er notaður sem afsökun til að banna innflutning á öllum fjandanum.
Banna mér og þér það er - ég heyrði engan kvarta þegar hreyndýrin voru flutt inn á sínum tíma. Þótti bara góð hugmynd. Mér er ekki skemmt. Hreyndýr eru líka fremur leiðinleg. Það hefði verið vænlegra að flytja inn púmur.
Til hvers?
Jú, til að éta þessar óþolandi vegarollur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli