sunnudagur, júlí 25, 2004

Dagur 144:

Umferðarráð gefur mér margar góðar hugmyndir:

Ég sé, TD, að það væri mjög auðvelt fyrir mig að vera listamaður: ég fæ einhvern til að koma sér fyrir úti á götu, og svo bara ek ég yfir viðtakandi, og voila!  Komin andlitsmynd á malbikið!

Virkar hugsanlega líka með rollur og ketti, er samt ekki viss, þarf að spyrja þá.

Svo las ég í blaðinu athyglisverða setningu:

"Ef þú keyrir yfir einhvern á 100 km hraða, þá er það ekkert slys".

Og ég hugsa: en ef ég gerði það óviljandi?  Þá hlýtur það að vera slys, er það ekki?

Eða hvað?

Hmm.  Slys er, að ferðast yfir 10 kílómetra fram og til baka til að ná í byssu, miða henni á hausinn á einhverjum og hleypa af.  Eða það segja fjölmiðlarnir við mig.

Og ekki ljúga þeir?

Ja.  Eki er gott að segja.

Jæja.  Næst þegar ég þarf að drepa einhvern, þá hef ég bara í huga að ef égkeyri yfir einhvern á 100, þá er það ekki slys.  Betra er að vera á 110, eða 90.  Þá er það slys.  Vissulega.  Gott að hafa svona hluti í huga!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli