laugardagur, september 08, 2007

Dagur 197 ár 4 (dagur 1282, færzla nr. 583):

Var að lesa þetta rugl í blaðinu:

Í Bandaríkjunum er komið svo mikið „awareness" fyrir öllu svona. Hvers vegna er íslenskur ostur með rotvarnarefnum? Hvað er íslenska orðið yfir „awareness"?

Maðurinn er ekki talandi... "Awareness" þýðir "meðvitund", bókstaflega. Að vera var við umhverfi sitt eða eitthvað í því. Ert þú meðvitaður um eiginleika þíns eigin tungumáls?

Hins vegar er ég ekki viss um að til sé enskt orð sem þýðir "vitundarvakning".

***

Fossetinn er niðri núna að teppa lobbíið. Það er verið að starta einhverri sýningu. Þetta er ekki mjög stór bygging, bókhlaðan.

Kom auga á nýja bílinn. Lítur út svolítið eins og uppblásin Corolla. Sá bíl á vegum Ameríska sendiráðsins í gær. Það var Ford Crown Vic með festingum fyrir flaggstangir.

Sko: Lexus LS460 kostar uppúr 12 milljónum á Íslandi. Þeir geta líklega fengið tollana fellda niður, og þá erum við komin nær ameríska verðinu sem er 4.6 milljónir, sennilega 5 hingað kominn.

Ford Crown Vic kostaði úti (það er hætt að framleiða þá núna) 25.000 dollara, eða 1.6 milljónir. Það er svipað og Toyota Yaris.

Svo fann ég þetta: Mercury Marquis. Það er aðeins fínni týpa af Ford Crown Vic, aðeins dýrari. Og ég hrúgaði inná þann bíl öllu flottasta draslinu, lúgu, loftpúðafjöðrun og 6 diska geislaspilara og hvaðeina, og þá kostar þessi bíll 2.5 millur hingað kominn tollfrjálst.

Hérna er þetta sundurliðað:

Options - edit
$295.00 Laminated Security Side Glass
$1,025.00 Moonroof
$300.00 Leather/Wood Steering Wheel w/Redundant Audio & Climate Controls
$395.00 Driver and Passenger Side Airbags
$295.00 Heated Front Seats
$300.00 Rear Air Suspension
N/C Leather Seats w/8-Way Power Driver/Passenger Seats, Includes Rear Center Armrest w/Cupholders
$695.00 Audiophile 6-Disc In-Dash CD Changer (No Cassette)
$695.00 16" Aluminum 9-Spoke Chromed Wheels
N/C 4-Speed Electronic Automatic O/D
N/C P225/60TRx16 A/S WSW Tires

Colors - edit
N/C Exterior - Black Clearcoat N/C Interior - Light Camel $825.00 Destination and Delivery

Total $32,720.00

Aha...

Í kanalandi fær maður bíl með V-8 mótor, 6 sætum, skotti sem er nógu stórt til að rúma 2 lík og skóflu, á sama verði og við molbúarnir erum rukkuð fyrir eitthvað sem lítur út eins og nýra.

Munurinn?

Lexus hefur 2 vélar, drif á öllum, meira torque (ca 500 newton vs 275 hjá Ford - sem væri mjög fyndið ef Forsetinn væri staðinn af að nota. Lögum samkvæmt má ekki nota nema 10% af þessu afli). Fyrir fólk með gras á milli eyrnanna, þá stendur til boða að láta Fordinn ganga á 85% etanóli, og Lexusinn kemst einhverja kílómetra án þess að hafa kveikt á báðum vélunum.

Lexus er ný hönnun, 21 aldar fyrirbæri. Mercury Marquis er undirvagn síðan 1978 (Ford panther), vélarblokk síðan 1990 smíðuð alveg eins og þær voru 1940 úr steypujárni. Úr þessu öllu fæst svipuð eldsneytiseyðzla.

Mercury Marquis er alveg boðlegur undir fyrirmenn í USA, bíll sem kostar eins og einhver smábíll hérna. Spreyjar hann bara svartan, og voila! En hér á landi... við megum þakka fyrir að gæjinn heimtaði ekki að bíllinn væru gylltur, og með svona grindum sitthvoru megin fyrir Íslenska Hestinn! Með slaufum á, að sjálfsögðu.

***

Það hefur eitthvað farist fyrir hjá mér að halda í við klámvæðinguna. Svoleiðis má ekki gerast. Hérna:


Ég ætla að fara núna, og þykjast gera eitthvað.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli