föstudagur, mars 21, 2008

Dagur 17 ár 4 (dagur 1477, færzla nr. 665):

Þá eru komnir páskar - Föstudagurinn Langi reyndar... Og komið að kvikmynd kvöldsins.

Mér datt í hug að vera með eina mjög páskalega kvikmynd núna, svona í tilefni af föstudeginum langa, og Uppstigningardeginum, og þá á engin kvikmynd betur við en einmitt "Night of the Living Dead"



Þetta er orginal zombí-myndin. Ekkert vúdú, og zombíurnar eru ekkert meinlausar eins og í "White Zombie," þar sem aðal ógnin fólst í að verða breytt í uppvakning og þvingaður til að vinna við sykurframleiðzlu. (Nú til dags vinna aðallega kommúnistar við sykurframleiðzlu, en að vera kommúnisti er svona eins og að vera zombía.)

Já, dauðir rísa og byrja að ráfa um, á meðan slatti af fólki felur sig inni í stóru húsi og rífst á fullu um hver á að ráða. Svo koma rednekkar og bjarga deginum.

Einmitt myndin til að horfa á meðan maður maular páskaeggið. Og hún er svart-hvít. Því það kostar minna að dánlóda svarthvítu.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli