Dagur 26 ár 4 (dagur 1486, færzla nr. 667):
Þá er fermingin hans Björns búin, með tilheyrandi tveggja daga átveizlu. Það verður að hafa svone veizlu. En hvað svo? Nú er engin ferming fyrirsjánleg næstu 14 árin eða svo, nema einhverjumdetti í hug eitthvað sniðugt til að veizlast útaf. Það þar jú að nota húsið. Og grillið.
Það var eitthvað verið að hafa áhyggjur af veðri. Ég gluggaði veðrinu bara upp á netinu. Það er náttúrlega bara mamma sem hefur áhyggjur af því, enda hefur hún sérstakt lag á að ferðast þegar það er ekki fært.
Það var nú frekar hlýtt í Eyjum miðað við hvernig það er hér. Það er við frostmark hérna. En það kom svo mikill jökull niður á eyjuna þarna um daginn, að hann verður ekki farinn fyrr en þar næsta sumar, giska ég á.
Svo hringdi útgefandi í mig. Sá er að spá í að gefa út þetta schlock-horror ritverk mitt. Heyri betur um það í næstu viku, hvort honum lýst eitthvað á það þá. Kannski tekst mér ætlunarverkið, að komast í jólabókaflóðið, hver veit?
***
Mynd:
Engin ummæli:
Skrifa ummæli