Dagur 49 ár 4 (dagur 1509, færzla nr. 676):
Aðeins meira um rafbíla:
Gleymum eitt augnablik Reva bílnum, því hann heldur ekki í við eitthvað sem var hætt að framleiða fyrir seinna stríð. Ef ekki væri fyrir Smart bílinn, þá hefðu eigendur Reva ekkert til að gera grín að.
En hvað um það:
Ég var búinn að nefna hinn merka Tesla bíl. Eins og staðan er, er það besti rafbíll sem til er, og þó er ég búinn að leita víða. Reyndar er hann nokkuð góður sem bíll; þetta er jú Lotus, að mestu leiti, og það eru ekkert margir sem kalla það slæman bíl. Tollir alveg á veginum og svona.
En það er meira á leiðinni:
Fyrst er að nefna rafjéppann: Fönix.
Glöggir lesendur kannast við þetta farartæki sem Ssang Young Actyon (sic),
Sem eru náttúrlega gífurlega misheppnuð byrjun á ágætis hugmynd: Þessi bíll vegur nefnilega 2.5 tonn. Og hann er bara ekkert það stór! Þetta er byggt á grind, örugglega með drif á öllum, og það segir allt til sín. Helvítis bíllinn er með hátæknilegustu rafhlöðum sem til eru, en kemst samt ekki meira en 130 kílómetra á hleðzlunni - sem er samt betra en farartækið sem við skulum ekki nefna. Og þetta hreyfist. Kemst frá 0-100 á 10 sekúndum. Sem væri gott ef nú væri 1960.
Hvað um það - þetta er eitthvað nanó-tec dót sem knýr þetta apparat. Tekur rétt um 10 mínútur að hlaða þetta með einhverjum spes hleðzlutækjum.
En af hverju í dauðanum völdu þeir boddý sem vegur 2.5 tonn? Þeir hefðu betur valið gamla Cherokee boddíið, það vegur ekki nema 1.5 tonn með öllu. Sama vél og sömu rafhlöður, og þannig bíll hefði brunað frá 0-100 á 7 sekúndum, og náð heila 200 km á hleðzlunni. Hvað voru þeir að hugsa?
Að næsta bíl í röðinni:
Lightning.
Þessi bíll vegur ekki nema 1350 kg, og á að performa næstum jafn vel og Tesla bíllinn. Og eins og trukkurinn hér að ofan eru í honum nanó-batterí sem tekur 10 mínútur að hlaða, en þökk sé því að bíllinn er margfalt léttari kemst hann að öllum líkindum aðeins lengra.
Það eru 4 vélar, ein fyrir hvert hjól, sem er áhugavert. Og það eru 30 rafhlöður, hver á stærð við venjulegan rafgeymi. Það er ekki eins slæmt og það hljómar, munið - þetta er rafbíll - ekkert bensín - enginn bensíntankur - engin vél... þannig lagað.
Helstu gallar: verðið. Ég sem hélt að Tesla bíllinn væri dýr... vó. Þetta farartæki á að kosta milli 150.000 - 200.000 bresk pund. Sem er hellingur. það eru jú 4 vélar.
Annar svolítið hvimlett vandamál: þessi bíll er breskur. Og sportbíll. Samtímis. Og hvað vitum við um breska sportbíla? Jú, þeir bila.
En svo aftur að því sem þessi tæki keppa við: Kíkjum á heimasíðuna thiscarsucks.com, og könnum málið:
Þetta er Zenn, sem er kanadíska, og þýðir "Dauður Lundi." Hann nær 40 km hraða og kemst eina 90 km á hleðzlunni. Semsagt, uppáhalds-bíll Greenpeace samtakanna. Eii kosturinn sem þetta apparat hefur umfram hið ónefnda skotmark brandara er að það er stærra.
Af hverju skildi nokkurn langa í svona?
Og svo er þetta:
Þetta er þjóðhátíðartjald á hjólum, ekki bíll!
Gerir það sama og öll hin hallærisfarartækin, nema er... tjald.
Þú getur sem sagt fengið sportbíla, og jeppa, meira að segja nokkuð stóran pallbíl, og ekki bara eru það stórir og þungir bílar, sem geta haldið í við umferð og farið alla leið upp á Akranes, heldur eru þeir eigulegir.
Hvort viltu heldur: tjald sem kemst 50 kílómetra á 40 kmh, eða pallbíl sem kemst 130+ á 90? Tjald, eða pallbíll, tjald, eða pallbíll, það er spurningin.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli