Dagur 216 ár 4 (dagur 1676, færzla nr. 723):
Jæja, nú þegar Davíð Oddsson, öllum að óvörum hefur sett landið á hausinn, er kominn tími til að gleyma sér yfir smá vídjó.
Já, það er kominn tími aftur fyrir Kvikmynd Kvölsins! Kreppu edition. Því þetta er public domain og enginn þarf að borga neitt. Bara rafmagn og dánlód.
Svo hér er hún:
Sword of Lancelot. 1963, AKA Lancelot & Guinivere.
Þessi ræma hefur eitthvað fyrir alla: það er þessi draugleiðinlega Gunnvör fyrir sápuóperuáhugafólk, menn með fötur á hausnum og frábærustu bardagasenur í heimi fyrir þá sem hafa áhuga á slíku. Nei, í alvöru, það er aksjón í þessu. Tilkomumikill hasar fyrir kvikmynd sem ég vissi ekki einusinni að væri til fyrr en í sumar.
Þannig að hafið poppið til og fáið ykkur sæti á meðan ég spara ykkur þennan 600 kall eða hvað það nú kostar núorðið að leygja spólu.
Hlutir sem við lærum af þessari ræmu: Galdrakallinn Merlin fann upp sápuna. Það voru til armbandsúr á 12 öld. (Horfið vel.) Lancelot meðhöndlaði sverð svo hratt að það var sem þrjú væru á lofti samtímis.
...ekki hella kóki á lyklaborðið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli