föstudagur, október 10, 2008

Dagur 220 ár 4 (dagur 1680, færzla nr. 725):

Nú þegar allir í heiminum virðast hafa einsett sér að gera kreppuna okkar verri en hún var fyrir okkur, þá er komið að því að spila smá músík:



Þetta lýsti ástandinu í hnotskurn.

Og forsætisráðherra Breta heimtar að fá borgað, og í þeim tilgangi reynir hann að setja Kaupþing á hausinn, svo þeir fái nú örugglega sem minnst út úr þeim.



Þetta lag heitir "Gordon Brown is a moron." Það er svolítið gamalt. Það er greinilegt að þeir vita vel hvað þeir hafa kosið yfir sig...

Sumir halda því fram að kreppan hafi slæm áhrif á geðheilsu landans. Allt í lagi. Þess vegna er ég nú að gefa ykkur kost á að spila músík á meðan þið lesið þessa vitleysu.

Og hver er betur til þess fallinn að gefa ráð um geðheilsuna en Slayer?



"Close your eyes
And forget your name
Step outside yourself
And let your throughts drain"

osfrv...

Góð hugmynd. Það er miklu betra að þyggja svona ráð frá eldgamalli þungarokkhljómsveit en einhverjum kuklara úti í bæ. Þið sjáið það, ríku kallarnir hlusta bara á Elton John, og hvað kemur fyrir þá? Þeir fá hjartaáfall! Og þegar svo er komið er bara eitt eftir í stöðunni:



Já. Slappið af. Slakið á, og yljum okkur við það, að ef við förum á hausinn, þá tökum við Bretland með okkur.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli