Dagur 186 ár 5 (dagur 2011, færzla nr. 828):
Jæja.
Þá er búið að klessa bílinn minn. Það var ekki mikið högg, en samt koma skruðningar þegar afturstuðarinn rekst utaní dekkið. Það hristist eitthvað til í gírkassanum líka, en það virðist hafa gengið til baka.
Virðist. Kannski verða eftirköst af þessu... Satt að segja er þynnra í bílnum en ég hélt - hann er skráður jafn þungur og Dodgeinn sem ég var á fyrir nokkrum árum. Ég bjóst við minna tjóni, byggt á því. En nei.
Ég þurfti þetta ekki. Nú á ég bara eftir að fá upphringingu frá tryggingafélaginu. Hvað bjóða þeir?
***
Svo var árgangsmótið. Fólkið eldist misvel, eins og gengur. Kannaðist lítillega við suma síðan seinast. Djöfull eru margir farnir upp á land.
Sólrún kennari úr barnó mætti. Hún hefur nú lítið breyst.
Ég vann eitthvað. Tók ekki eftir fyrir hvað hinsvegar. Ég var úti þegar það byrjaði - breytir ekki öllu.
Já. Sé þetta fólk aftur 2014. Þá mun eitthvað af því kannski koma frá Noregi.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli