þriðjudagur, júní 15, 2010

Dagur 103 ár 6 (dagur 2295, færzla nr. 926):

Jæja, þá er ég búinn með háskólann. Eftir alllanga mæðu.

Serímónían var frekar slöpp, og hefði verið algjörlega glötuð ef ekki hefði verið fyrir heyrnarlausa gaurinn. En byrjum á byrjuninni:

Ég mætti þarna 3 korterum fyrir serímóníuna til þess að geta skoðað mig aðeins um þarna, sjá hvar ég átti að sitja og svona. Það tók 5 mínútur. Afgangurinn af tímanum fór í að bíða og skoða fólkið.

Og mikið djöfull er fólkið ljótt. Flutti kannski allt fallega fólkið til Noregs? Ég fer að aðhyllast það. Ég held ég hafi aldrei áður séð jafnmikið samansafn af svipljótu, kvapholda og illa vöxnu fólki.

Sumir litu út eins og Michelin maðurinn, sumir eins og Þorgeirsboli, og sumir eins og Þorgeirsboli að þykjast vera Michelin maðurinn.

Svo byrjaði serímónían. Maðurinn þuldi upp nöfn, og hlutaðeigandi mætti til að taka við umslagi. Gott og vel.

Svo kom að mér. Á undan mér var heyrnarlaus maður. Hann sat við hliðina á mér, og bar okkur ekkert á milli, vegna þess hve erfitt er að halda uppi samræðum þar sem hvorugur aðilinn botnar neitt í hinum. Þegar röðin kom að þessum náunga, þá náttúrlega heyrði hann ekki, svo ég ýtti aðeins við honum. En þá hafði upplesarinn talið víst að hann hefði alls ekkert mætt, og lét hann fá mitt umslag.

Það tók einhverjar tíu sekúndur fyrir mig að ráða fram úr þessu. Gerði þetta eftirminnilegt.

Þannig var nú það.

Mikið helvíti er fólk orðið feitt eitthvað. Og ljótt. Ég man ekki eftir öllu þessu ófríða fólki þegar ég var að rápa um gangana. Hvorki að nóttu né degi. Hvaðan kom þetta fólk? Hvert fór allt fólkið sem var minna uggvænlega ófrítt? Hvert fór allt fólkið sem leit bara ekkert spes út? Og hvert fór fallega fólkið?

Í Bifröst? Eða til Noregs?

Meinlætalíf með vinstri grænum indeed.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli