Dagur 106 ár 6 (dagur 2298, færzla nr. 927):
Jæja, fáið ykkur smá poppkorn, því þá er komið að annarri kvikmynd kvöldsins, en fyrst:
Casshern.
Dirty Mary, Crazy Larry. Góð mynd - erfitt að mislíka kvikmynd með 10 mínútna bílaeltingaleik.
Vanishing Point. Bara bíll á ferð í 90 mínútur.
Þetta er, nákvæmlega, einhver rússnesk kvikmynd, sem Roger Corman keypti, döbbaði, og gaf út sem ameríska mynd. Hún er, merkilegt nokk, nokkuð góð.
Það eru fleiri skrímsli en í venjulegri B-mynd, sæmilegar tæknibrellur miðað við 1960, og fullt af asnalegum línum, sem eru allar til komnar vegna þess að hún er döbbuð þannig að varahreyfingar passi við orginal rússneskuna.
Getiði nefnt aðra mynd þar sem eru míní Godzillur, mannætu-plöntur, neðansjávar-geimmenn og fljúgandi bíll sem getur kafað?
Betra en það hljómar, í alvöru.
Hér er hún, "Voyage to the prehistoric planet," AKA "Planeta Bur", AKA "Cosmonauts on Venus", AKA "Planet of Storms", AKA "Planet of Tempests", AKA "Planeta Burg", AKA "Storm Planet":
Poppkornstími!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli