fimmtudagur, júní 10, 2010

Dagur 98 ár 6 (dagur 2290, færzla nr. 925):

Tími fyrir meira rugl, það er aldrei nóg af slíku. Sjáið hve lengi þið getið horft á þetta án þess að hlæja, eða a.m.k flissa:



Versailles. Sama og Nightwish, bara fyndnari. Ekkert slæmt samt við hliðina á þessu:



Jú, fyrst er þetta skrýtið. Svo verður þetta fyndið. Svo fer ég að pæla: hvernig kem ég einhverjum sem ég þekki í þetta? Það yrði náttúrlega smá fyrirhöfn, en væri það ekki alveg þess virði? Ég meina, þessi þáttur er margfalt pínlegri en "djúpa laugin" var nokkurntíma.

Áhorfendurnir í sal eru merkilega samstylltir. Og alltaf skríkja þær jafn hátt, sama hvað skeður. Kannski eru þessar stelpur tölvustýrðar? Kæmi ekki mikið á óvart ef svo væri.

Hmm... þarf að ímeila tbs, og athuga hvort þeir eru ekki til í að sækja einhvern... td Helga Forseta.

Fyrst maður er byrjaður á súrrealískri vitleysu frá Japan:



Ert þú með háan blóðþrýsting?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli