Dagur 245 ár 6 (dagur 2437, færzla nr. 962):
Nú eru innan við 2 mánuðir eftir af árinu 2010. Ýmsu var nú búið að spá, til dæmis áttu Sovétríkin og Bandaríkin að fara í smá skreppitúr til Júpiters. Til þess að það megi verða þá þarf víst að stofna sovétríkin aftur:
Það varð líka frekar lítið úr HAL 9000. Til eru forrit á netinu sem geta spjallað við þig, en þau eru frekar sauðsk og ruglast auðveldlega.
Mér er svosem sama um ferðir annarra til Júpiters. Hér er önnur kvikmynd sem sýnir okkur að við höfum ennþá sloppið ágætlega:
Fínt að vera laus við svona vírusa, finnst ykkur ekki? 2 mánuðir eru engan vegin nóg til að fá þetta til að rætast.
Og ég er ansi hræddur um að Breska heimsveldið þurfi að drífa sig ef það ætlar að fylgja þessu eftir:
10 ágúst 2010? Þeir eru þear 3 mánuðum eftir áætlun. Þeir eru ekki einu sinni byrjaðir að leggja undir sig meginland N-Ameríku. Bölvaður slóðaskapur og leti.
Fólk batt svo miklar vonir við árið 2000. Jæja... það verður á bara að bíða til ársins 3000. Ég efast um að CCCP verði stofnað á því bili. Eitthvað í líkingu vil HAL 9000 kannski, en ekkert CCCP.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli