þriðjudagur, nóvember 09, 2010

Dagur 250 ár 6 (dagur 2442, færzla nr. 963):

Fék æpotið hans Björns lánað til að hlusta á í vinnunni. Það er allt fullt af jólalögum. Gróflega áætlað þá er annað hvert lag á æpotinu hans jólalag. Af hverju? Ég sé Björn fyrir mér í anda á vappi niðri í bæ einhversstaðar um sumar, hlustandi á jólalög...

ÉG var að pæla í að fá hann til að dánlóda einhverju með Stravinsky eða Holst. Vinnan væru miklu tilkomumeiri með slíku sándtrakki. En þá var drengurinn hrofinn.

***

Hér er einhver speki:



Dara O'Briain talar um hómópata.



Hér er trúarlegt tónverk sem mun enduróma í hausnum á ykkur ef þið nennið að hlusta.



"Panda, no panda"

Annað jafn gáfulegt, þetta er kreditlisti úr einhverjum tölvuleik sem ég veit ekkert um. Kreditlistinn er mjög frábær hinsvegar. Hlustið á textann.



Looking for group, með hugljúft lag.

Og að lokum eitthvað meira bara af því:



Therion. (Ekki einusinni heyrt um þessa, ekki satt?)



Sirenia. Það er svona heavy metal útgáfa af Írafári.



Nightwish. Það er finnsk hljómsveit. Þessvegna meika textarnir hvorki sens né skiljast þeir... eins og bent er á.



Kamelot. Þegar þeir eru búnir að sjónvarpa veðurfréttunum þarna í noregi, fá allskyns hljómsveitir að nota green-screenið til að búa til vídeó. Augljóslega.

Og fyrst ég er byrjaður á svona músík, þá skulum við enda á gæjanum sem startaði þessu öllu saman:



Igor Stravinsky. Ekkert green-screen.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli