föstudagur, nóvember 12, 2010

Dagur 253 ár 6 (dagur 2445, færzla nr. 964):

12 tíma vaktir... það er alltof langt.

***

Jæja:



Red Hill. Veit ekki meir...

Þetta er mynd sem við félagarnir gerðum á því herran ári 1993. Minnir mig. Ég held þetta hafi verið mynd nr 2 eða 3 í röðinni.

Plott: þjófur stelur grjóti úr vörzlu manns sem virðist búa yfir mörgum persónuleikum. Spæjari er sendur á staðinn að rannsaka. Svo drepur þjófurinn eina "vitnið." Og svo framvegis.

Allt alveg háalvarlegt að sjálfsögðu.

Það eru slagsmál. Þau koma rangt út. Rangar ef þau eru spiluð á eðlilegum hraða. Slagsmál komu alltaf rangt út.

En það var ekki ástæðan fyrir að ég neitaði að hafa svo mikið sem eina slagsmálasenu eftir þetta. Ástæðan var að ég sá að þetta kom illa út, voru langdregin og leiðinleg atriði. Það er ekki fyrr en nú, sem ég fæ þetta á DVD að ég sé aðra vankanta á þessu. Ég er viss um að þessi atriði eru að gera það fyrir einhvern, en ég segi nei takk: síðan í byrjun 1994 voru engin f@#$! slagsmál í mínum kvikmyndum.

Hvað um það:

Boggi kemur bara vel út að mestu leiti, og er meira normal í þessari mynd en flestum örðrum sem við gerðum. Sem segir meira um hinar kvikmyndirnar kannski...

Gylfi hinsvegar er all-hörmulegur. Sem reyndar bjargar myndinni frá því að vera jafnvel glatari.

Bjarki Týr... er jafnvel verri en Gylfi. Hann tollir ekki í karakter milli atriða. Seinna meir fékk hann þá flugu í höfuðið að hann væri karakter í Takeshi Miike kvikmynd, og var þannig, alltaf. Ekki svo hér.

Arnar Valgeir... sést í tveimur atriðum. Og virðist, ólíkt öðrum, vita nákvæmlega hverskonar rusli hann er í.

Já. Hér er hún:



Gangstermynd!

Og hér er hún á veoh ef jútúb er með stæla:


Watch Gangstermynd in Action & Adventure  |  View More Free Videos Online at Veoh.com

Njótið vel.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli