föstudagur, febrúar 25, 2011

Dagur 358 ár 6 (dagur 2550, færzla nr. 996):

Þá er komið að einn einu ódauðlegu listaverki úr smiðju Eyjafilm... en fyrst, treiler:



Marimite.

Þessa mynd gerðum við árið 1995.... þessa hér að neðan, þ.e.... við komum ekki nálægt Marimite. Æ, fokk it. Jú við gerðum Marimite bara í dauða tímanum á milli. Gylfi leikur hávöxnu stelpuna, augljóslega. Allt tekið niðri í kjallara. Alveg magnað hvað hægt er að gera með smá teipi og vaxlitum.

Hvað um það:

Tixe fjallar um það. Augljóslega. Eins og tönnlast er á allan tímann. Við sögu koma einkaspæjari, sem er líka lögfræðingur; Náunginn sem stal því og náunginn sem er að leita að því.

Vitrænt.

Ég skellti texta á þetta upp á fönnið. Veitir ekki af. Það er vel mögulegt að fá höfuðverk af því að horfa á þetta.

Tixe:



Tixe.

"Ég er einkaspæjari, ég get hjálpað þér."

Engin ummæli:

Skrifa ummæli