Dagur 336 ár 6 (dagur 2528, færzla nr. 988):
2004
Þetta blogg sett á laggirnar.
NASA lendir einhverju á Mars.
Hvalur sprakk í loft upp í Taivan.
Facebook stofnuð.
Fyrsti fellibylur sem vitað er um að hafi lent í S-Ameríku lendir í S-Ameríku.
Síðasti Oldsinn framleiddur.
Olds. (Engin vélsög sjáanleg.)
Bæði EU & NATO stækkuðu meira í einu en nokkru sinni fyrr eða síðar.
Loftsteinn lenti á húsi í Nýja Sjálandi.
Fyrsta geimskip í einkaeigu komst út í geim.
Téténskir terroristar taka skóla í Rússlandi. 300+ farast.
Davíð Oddson hætti sem Forsætisráðherra. Það hefur ekki verið hæfur maður í því djobbi síðan. Ekki einu sinni nálægt því.
Jarðskjálfti olli flóðbylgju í Indlandshafi, sem drap 200.000 manns.
Dauðir á árinu:
Ove Sprogoe, "Egon Olsen"; Charles Sweeney, flaug "Bockscar", sem aftur droppaði "Fat man" á Nagasaki; Ray Charles, blindi söngvarinn; Ronald Reagan, forseti... og fullt af öðrum.
Kvikmyndir ársins:
Kung fu hustle, Shaun of the dead, Sky Captain and the world of tomorrow & Team america.
Músík:
Mastodon: "Blood and thunder" (Síðan 2002 - platan kom út 2004.)
Dragonforce: "Soldiers of the wasteland." Allir þurfa 9+ mínútur af metal. Og 2 mínútna sóló.
Megadeth: "Die dead enough." Músík sem fælir burt úlfa.
Necrophagist: "Only Ash remains."
Killswitch Engage: "Rose of Sharyn."
Við skulum ekki hafa meira núna.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli