laugardagur, janúar 29, 2011

Dagur 331 ár 6 (dagur 2523, færzla nr. 987):

2003:

Columbia fór á loft í síðasta skifti. Hún kom reyndar niður aftur, en ekki í heilu lagi.

Erjur hefjast í Darfur.

SARS hefst. Það var fuglaflensan, eins og frægt er orðið.

Erjur hefjast í Írak.

Gen mannkyns 99% kortlögð.


Síðasta Bjallan framleidd.
Það skeði í Mexíkó.

Hryðjuverkamenn dunda sér við það yfir árið að sprengja í loft upp meira en 500 manns, mest í Rússlandi.

Dauðir á árinu:

Dolly, kind; Uday & Quasay, synir Saddams; Idi Amin, einræðisherra, mannæta og konungur Skotlands; Charles Bronson, sem var í öllum þessum "Death Wish" myndum; Teller Ede, AKA Edward Teller, vann við að finna upp kjarnorkusprengjuna; Johnny Cash, söngvari og Keiko, AKA Siggi, AKA Villi, hvalur.

Kvikmyndir ársins:

Cidade de Deus, Interstella 5555, Ong Bak, Tokyo Godfathers.

Músík:



Godsmack. "Straight out of line."



Marilyn Manson. "(s)aint."



Lamb of God. "As the palaces Burn."



Black Rebel Motorcycle Club. "Stop"

Og þá nenni ég ekki að grafa upp meira. Samt... betra en vondulagakeppnin. (Ekki að það sé erfiðlega toppað...)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli