fimmtudagur, janúar 06, 2011

Dagur 308 ár 6 (dagur 2500, færzla nr. 982):

Treiler:



Dungeons and Dragons.

Þessi mynd var gerð 1996, að því mig minnir. Þetta er líklega síðasta mynd með Bogga og Bjarka.

Að vanda byrjar myndin á allt of löngum brandara, áður en hún tekur sig til og verður virkilega skrítin.

Plott: James Blond er á vappi í kjallaranum, þegar erkióvinur hans byrjar að elta hann. Það er mjög súrt. Svo nær hann honum, og fær hann til að gera dáldið fyrir sig. Vodka kemur við sögu.

Að lokum þarf áhorfandinn bara sjálfur að gera upp við sig hvað hann var eiginlega að horfa á. Hvort þetta er mikil snilld eða eitthvað allt annað. Talandi um endi...

Bestu senur: Það er ein eftir kreditlistann. Önnur rétt á undan. Sánuatriðið er mjög fyndið, bæði viljandi og óviljandi. Og eltingaleikurinn í byrjun er mjög góður samanborið við senuna strax á undan.

Ég á þetta til í tveimur pörtum - til komið vegna þess að á síðasta ári var ekki hægt að setja inn vídjó lengri en 10 mínútur. Svo var leyft að setja inn korter, og þá setti ég alla myndina inn. Núna má setja inn 24 tíma, ef stemming er fyrir slíku. TD er bara spurning um tíma hvenær einhver öpplódar "Empire" eftir Andy Warhol þarna í heild sinni. En hvað um það, kvikmynd kvöldsins:



James Blond 3

Engin ummæli:

Skrifa ummæli