Dagur 327 ár 6 (dagur 2519, færzla nr. 986):
2002. Man ekki eftir því ári, reyndar... svo flettum því upp í wikipedíu:
1 Jan: Evran tekin í notkun á Spáni, Frakklandi, í Þýskalandi, á Ítalíu, í Portúgal, Grikklandi, Finnlandi, Lúxemborg, Belgíu, austurríki, Írlandi og því sem við köllum alltaf Holland, en er í raun "Niðurlönd." Holland er sýzla í Niðurlöndum. Eins og Hessen er sýzla þýskalandi. 28 feb hætta löndin að nota sína upprunalegu gjaldmiðla.
Kaninn ræðst inn í Afganistan. Og svo... er þar enn.
Ný gerð af pöddum uppgötvaðist.
Ný padda.
Stærðar loftsteinn rakst á Rússland - aflið var á við á milli 200 og 5000 tonn af TNT. Skömmu áður hafði 10 metra loftsteinn sprungið yfir miðjarðarhafi. Engum sögum fer af sprengikrafti, aðrar en hann var "mikill."
Leyniskyttur dunduðu sér við að plaffa á fólk vestra, og hlutu frægð fyrir.
Dauðir á árinu:
Freddy Heineken. Þið vitið fyrir hvað hann er frægur. Einmitt. Skíðastökk!
Alexander Prokhorov. Tók líka þátt í að finna upp leiserinn.
Astrid Lindgren. Fann upp Línu Langsokk.
John Gotti. Bófi.
Joe Strummer. Pönk-rokkari.
Kvikmyndir ársins.... æ, fokk it:
"Sympathy For Mr. Vengeance," kóreisk, á hana á DVD, án texta. Var bara samt góð. Þetta er nefnilega KVIK-mynd; "The scorpion King," rusl, en skemmtilegt rusl;
"Honogurai mizu no soko kara" AKA "Dark Water;" "Eight legged freaks," "24 hour party people" & "Bubba Ho-tep."
Og tónlist:
Quarashi. "Baseline"
Röyksopp. "Remind me." Eitt sniðugasta myndband sem ég hef séð.
Sigur rós. Heitir ekkert... þannig.
Nightwish. "End of all hope."
Hammerfall. "Hearts on fire." Það er óþarfi að þvælast eitthvað út fyrir norðurlönd.
Blind Guardian. "Battlefield." Þessi er Þýzk. Allt annað er Norrænt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli