Dagur 323 ár 6 (dagur 2515, færzla nr. 985):
2001:
Vísindamenn klóna Gaur.
3 Gaurar á beit.
Ég vissi ekki að til væri svona "gaur" fyrr en bara núna. Og nú vitið þið það.
Wikipedia byrjar.
Jarðskjálftar drepa 1000 í El Salvador, 12000 á Indlandi
Bandarískur kafbátur siglir á Japanskt skip og sökkvir því. Seinna á árinu keyrði Orion flugvél á Kínverska orrustuþotu, svo hún hrapaði. Kaninn var mikið fyrir að klessa á hluti þetta ár. Svo var aðeins klesst á þá.
Mír hrapaði.
Mír.
Fyrsti túristinn fór út í geim.
Prinsinn í Nepal kálaði megninu af fjölskildu sinni.
Sádí-Arabar stela nokkrum flugvélum og fljúga þeim á nokkrar byggingar í USA.
Miltisbrandarinn var einnig þetta ár.
Og "Providing Appropriate Tools Required to Intercept and Obstruct Terrorism", eða eins og ég myndi frekar kalla það: USA 0, 'Kæda 3. Og akkúrat þetta flokkast undir það sem fótboltamenn kalla "sjálfsmark."
Enron fór á hausinn.
Á árinu féllu frá nokkrir, og sumir drápust, á meðan aðrir söfnuðust til feðra sinna, létust eða jafnvel dóu, meðal annarra:
Laurent Kabila, skæruliðaleiðtogi í Kongó; Robert Ludlum, sem samdi "Bourne Identity" ofl; Hanna, úr "Hanna Barbera"; Anthony Quinn, AKA "Grikkinn Zorba"; og Nikolay Basov, gaurinn sem fann upp leiserinn, og fullt af öðru afar speisuðu stöffi.
Kvikmyndir ársins: Lord of the Rings, Memento, Enemy at the gates og Amelie. Þetta var gott ár fyrir kvikmyndaáhugafólk.
Og smá músík:
Daft Punk. Þetta er ekki eitthvert FanVid, þetta er myndbandið - þeir létu gera teiknimynd til að hafa undir *allri* plötunni. Nokkuð góð mynd - get mælt með henni.
Gorillaz. "19-2000."
Jag Panzer. "Take to the sky"
Slayer. "Here comes the pain."
Kreator. "Violent revolution"
Arch Enemy. "Ravenous"
Segjum það þá komið nóg. Þar til næst.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli