Dagur 316 ár 6 (dagur 2508, færzla nr. 984):
Þar sem nýr áratugur er löngu byrjaður, skulum við stuttlega fara yfir þann síðasta. Tökum þetta í réttri röð, ár fyrir ár.
Árið 2000:
Jarðarbúar voru þá 6.070.581.000 til eða frá einn eða tveir.
Það ár dó gaurinn sem teiknaði smáfólk (peanuts) sem var á sínum tíma eina myndasagan sem var á ensku í blaðinu. Veit ekki af hverju það var. Einnig gaurinn sem lék Ernest; Carl Barks, sem er gaurinn sem fann upp Jóakim Aðalönd; og fullt af öðrum mis-mikilvægum mönnum.
Pýreníu Íbexinn dó út. Ja, sá síðasti náttúrulegi... það er þá kannski til einn í búri einhversstaðar.
Mynd. Aldrei heyrt um þetta.
Pútín var kosinn forseti Rússlands.
Suðurlandsskjálftinn varð, og vakti mikla lukku.
Concorde þota brotlenti á hóteli í frakklandi. Það varð til þess að hætt var að fljúga þeim merkisrellum.
Kúrsk sökk. Rétt áður var ný-búið að ná Hunley á flot. Veit ekki hvorum bátnum ég vildi síður sigla með.
Síðasti Míníinn framleiddur.
Al Kæda réðist á USS Cole. Það var bara lítill hluti af sigurgöngu þeirra.
Seinni Bússi valinn forseti USA.
Og þetta sama ár var slökkt á síðasta kjarnaofninum í Chernobyl.
Kvikmyndir ársins:
Battle Royale, Dude, where's my car? Requiem for a dream (tónlistin úr henni er í öðrum hverjum treiler - þið hafið heyrt hana þó þið hafið aldrei séð myndina) og fullt af öðru miseftirminnilegu stöffi.
Músík ársins:
Badly drawn boy: Pissing in the wind.
Dandy Warhols
Og svo stöff sem þið vissuð ekki að væri til:
Nile.
Volaire. "God thinks" nú með karíókítexta.
2001 næst.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli