mánudagur, mars 28, 2011

Dagur 23 ár 7 (dagur 2581, færzla nr. 1003):

Hér höfum við þriðja hluta heimildarmyndarinnar Vestmannaeyjicus.

Þetta var mest runnið undan ryfjum Bjarka Týs, en þar sem við höfðum ekkert betra að gera...

Í þessum hluta er ryfjaður upp partur úr kvikmynd sem við kláruðum aldrei, sökum einhvers. Það er orðið langt síðan. En það man ég, að þessi mynd hefði orðið lengsta mynd sem við hefðum nokkurntíma gert, vegna þess að bara það sem við vorum búnir með þegar við nenntum þessu ekki lengur var í kringum 40 mínútur. Allt háskalega vont stöff.

Myndbrotið er ekki nándar nærri það versta.

Í seinni hluta þáttarins sýnir Haukur Guðmundsson nokkur törfrabrögð.

Hér er hún:



Eins og sjá má þá er ekki gott að taka mynd upp á 8mm, færa hana yfir á VHS, lagera allt draslið í 15 ár og færa það af DVD yfir á WMV með moviemaker. Myndgæðin dofna svolítið.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli