miðvikudagur, mars 02, 2011

Dagur 363 ár 6 (dagur 2555, færzla nr. 998):

Fyrst ég var að spá í hvað skeði undanfarin 10 ár, og þar áður, hvað skeði milli 1990 & 1999, þá er ekki úr vegi að skoða hvað skeði fyrir 100 árum:

1911:

Flugvél lenti á skipi í fyrsta sinn. Það er rútína núna.

Fyrsta Monte Carlo Rallið.

Þá var í gangi bylting í Mexíkó.

Machu Picchu fannst aftur það ár.

Ítalir fóru í stríð við Ottómanaveldið þá. Og unnu.

Wuchang uppreisnin
hefst í Kína - sem úr varð mikil bylting, sem aftur leiddi af sér Kína eins og það er núna.

Maria Curie fékk nóbelinn fyrir nokkuð sem átti eftir að gefa henni krabbamein.

Colt 1911 kom á markað. Og er enn framleiddur og er í miklum metum.

Það ár dóu Pulitzer & Mahler.

Í staðinn fæddust Ronald Reagan, Bernard Hermann, Vincent Price, L. Ron Hubbard, Siemens, Josef Mengele ... og nafni minn og afi.

Og nú sýni ég ykkur hve langt er síðan 1911:

Músík ársins:



"Rússneskur dans" eftir Stravinsky. Úr "Petrúshka." Sama ár gaf hann út "Eldfuglinn," sem er mikið listaverk. Tékkið á því, það er gott stöff.



Irving Berlin - "Alexander's Ragtime band."

Já...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli