Dagur 33 ár 7 (dagur 2591, færzla nr. 1006):
Þá er að styttast í kosningar aftur. Borgum við skuldir einkafyrirtækja eða ekki?
Sumir segja já. Þeir rökstyðja það með því að þá muni málið hætta. Sem það gerir. Einhverntíma. Með smá heppni, innan 40 ára.
Foræmið sem það gæfi: ef Ríkið þarf að borga einkaskuldir, má þá ekki hvaða bjáni sem er láta hvaða lán sem er falla á Ríkið?
Sumir segja nei. Þeir rökstyðja það með því að það er ekki í samræmi við nein þekkt lög að Ríkið þurfi að greiða einkaskuldir.
Ef það verður ákveðið að við fólkið þurfum að borga þetta, þá legg ég til að þetta lag verði gert að þjóðsöng Íslendinga í staðin fyrir þetta með eilíflega dauða blóminu:
Þetta lag segir þá allt sem heimurinn þarf að vita um okkur. Og það er á ensku, sem er heppilegt, þar sem við verðum eign Breska Heimsveldisins (TM).
Sjáum hvað skeður.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli