miðvikudagur, apríl 13, 2011

Dagur 39 ár 7 (dagur 2597, færzla nr. 1008):

Jæja. Þá eru atkvæðin löngu talin, og ljóst að við förum ekki á hausinn alveg strax. Það er samt alveg opið fyrir þann möguleika, þar sem idjótar eru enn við völd, og næsta víst að idjótar taki við völdum.

Aðrir eru víst ekki í framboði.

Næsta skref er að bíða þess að Bretar og Hollendingar fari í mál.

Ef Bretar vinna það mál (sem gengur illa upp lagalega, þar sem fordæmin eru á móti þeim - þeim sjálfum að kenna, þeim til heilla) þá yrði það skilgreiningin á íróníu.

Írónía, það er grískt orð sem þýðir "að segja þveröfugt við það sem maður meinar." Þetta hefur verið þýtt sem "kaldhæðni," en kaldhæðni er ekki rétt orð. Kaldhæðni þýðist yfir í ensku sem "sarcasm," sem er alveg rétt þýðing. Ég veit ekki til þess að til sé íslenskt orð yfir íróníu.

Írónía er ekki kaldhæðni, og ekki eitthvert form af fyndni, þá merkingarnar eii það til að skarast.

En hvað um það:

Ef Bretar vinna málið, þá hafa þeir bakað sér lagalega skyldu til þess að greiða milljónum útlendinga formúgur fjár vegna banka sem voru að nafninu til brezkir og fóru á hausinn. Og þetta verandi alþjóðaréttur, þá gildir hið sama fyrir öll lönd vegna allra banka.

Þetta er ekki gott fyrir nokkurt ríki. Fólk verður brjálað.

En jafnvel þó Bretar tapi málinu, er eins víst að þeir fari bara samt á hausinn. Fyrri & seinni heimstyrrjaldirnar fóru illa með þá, þeir hafa ekkert efni á Afganistan, hvorki núna né þegar þeir voru þar seinast 18xx.

Við erum líka á leiðinni á hausinn, en ekki á eins afgerandi hátt og ef samningurinn hefði verið samþykktur. Vegna þess að við erum með "gjaldeyrisvaraforða." Það er merkilegt fyrirbæri, sem kostar formúgu að hafa, en við græðum akkúrat ekkert á. Því það er skuld.

Við erum líka með AGS. Það er stofnun sem hjálpar til við að koma þjóðríkjum á hausinn.

Við höfum kommúnista. Þið þekkið þá: anti-intellektúal, hysknir, púrítanskir, stjórnsamir, hugmyndasnauðir niðurrifssinnar.

Við værum betur komin með Franklín Steiner sem konung.

***

Þá er komið að smá róandi kvöldmúsík:

Engin ummæli:

Skrifa ummæli