fimmtudagur, apríl 21, 2011

Dagur 47 ár 7 (dagur 2605, færzla nr. 1009):

Glefsur úr http://www.blogger.com/img/blank.giffjölmiðlalögum:

Fjölmiðlaþjónustuveitendum er skylt að senda fjölmiðlanefnd árlega skýrslu sem hefur
að geyma upplýsingar um eftirfarandi atriði, eftir því sem við á:
a. hlutfall evrópsks myndefnis í línulegri dagskrá,
b. hlutfall myndefnis frá sjálfstæðum framleiðendum í línulegri dagskrá,
c. hlutfall íslensks myndefnis í línulegri dagskrá,
d. hlutfall pantana á evrópsku myndefni í ólínulegri dagskrá,
e. hlutfall pantana á myndefni frá sjálfstæðum framleiðendum í ólínulegri dagskrá,
f. hlutfall pantana á íslensku myndefni í ólínulegri dagskrá,
g. aðgerðir viðkomandi fjölmiðlaþjónustuveitanda til að efla kynningu og framboð á evrópsku myndefni,
h. aðgerðir viðkomandi fjölmiðlaþjónustuveitanda til að auka aðgengi sjón- og heyrnarskertra að myndefni hans, og
i. annað sem nauðsynlegt er til að mæla stöðu og þróun á fjölmiðlamarkaði.
Fjölmiðlaþjónustuveitendur skulu láta fjölmiðlanefnd skýrslu sína skv. 1. mgr. í té eigi síðar en 31. mars ár hvert vegna nýliðins árs.


Aha... vegna þess að við þurfum þess með að eitthvert ríkisbatterí viti þetta. Af því bara. Auka vinna fyrir fullt af alveg rosalega anal fólki.

Það eru 200.000 kr dagsektir við því að skila ekki inn svona skýrzlu. (53 grein).

Fjölmiðlaþjónustuveitendum sem miðla hljóð- og myndefni er óheimilt að miðla efni, þar á meðal hljóð- og myndsendingum í viðskiptaskyni, sem getur haft skaðvænleg áhrif á líkamlegan, andlegan eða siðferðilegan þroska barna, einkum og sér í lagi efni sem felur í sér klám eða tilefnislaust ofbeldi.

Sem sagt, Tommi & Jenni verða bannaðir hér eftir.

Fjölmiðlaþjónustuveitendur sem miðla myndefni í línulegri dagskrá skulu kosta kapps um að meiri hluta útsendingartíma sé varið í íslenskt dagskrárefni og annað dagskrárefni frá Evrópu.
Með útsendingartíma er í þessu sambandi átt við heildarútsendingartíma að frádregnum
þeim tíma sem varið er til frétta, íþróttaviðburða, leikja, auglýsinga, textavarpsþjónustu og fjarkaupa.
Fjölmiðlaþjónustuveitendur sem miðla myndefni eftir pöntun skulu eftir því sem unnt er tryggja með viðeigandi aðferðum að íslenskt efni og annað evrópskt efni sé áberandi hluti af framboði þeirra.


Vegna þess að? Ekki beint gott fyrir skjá 1, eða stöð 1.

Hvað er svona vont við Bandarískt, Brasilískt, Kínverskt, Japanskt, Ástralskt, Indverskt, Afrískt osfrv... efni?

Þetta er óþarfa Eurócentrismi.

Duldar viðskiptaorðsendingar eru óheimilar. Í hljóð- og myndsendingum í viðskiptaskyni skal ekki beita tækni til að hafa áhrif á fólk neðan marka meðvitaðrar skynjunar.

Note: viðskiftaorðsending = auglýsing.

Sko: "skal ekki beita tækni til að hafa áhrif á fólk neðan marka meðvitaðrar skynjunar." Þetta er ekki hægt. Það hefur verið reynt að sýna fram á þetta með mörgum rannsóknum, en aldrei tekist. Ef þú skynjar það ekki, þá skynjar þú það ekki. Svo einfalt er það.

En löggjafinn er ekkert þekktur fyrir að vera í neinum tengzlum við raunveruleikann. Við þessu var því að búast.

Viðskiptaorðsendingar og fjarkaup skulu ekki:
a. skerða virðingu fyrir mannlegri reisn,
b. fela í sér nokkra mismunun á grundvelli kynferðis, kynþáttar eða þjóðernis, ríkisfangs, trúarbragða eða trúarskoðana, fötlunar, aldurs eða kynhneigðar,
c. hvetja til hegðunar sem er hættuleg heilbrigði eða öryggi, eða
d. hvetja til hegðunar sem er í áberandi andstöðu við umhverfisvernd.


Einungis Ríkinu leyfist svona lagað.

Fjölmiðlanefnd getur að undangenginni lögmæltri málsmeðferð samkvæmt lögum þessum
bannað með ákvörðun miðlun efnis sem telst andstætt ákvæðum laga.
Fjölmiðlanefnd getur afturkallað leyfi til hljóð- og myndmiðlunar vegna brota á ákvæðum laga þessara, enda sé um alvarleg og ítrekuð brot að ræða.


Bannað í Kína á Íslandi!

Hvað er hægt að banna er að mestu opið. Aðaláherzlan er samt á að banna auglýsingar - skindibita, gosdrykki, nammi osfr.

Einnig verður hægt skv. grein 56, að setja í allt að 6 mánaða fangelsi þá sem miðla öðru efni en miðillinn er þekktur fyrir:

Úr 26 grein:

"Þó skal fjölmiðlaþjónustuveitanda sem hefur þann yfirlýsta tilgang að beita sér fyrir tilteknum málstað vera óskylt að miðla efni sem gengur í berhögg við stefnu miðilsins."

X-ið má ekki spila barrokk-músík, að viðlagðri refsingu.

Þetta er 376 blaðsíður. Mest af því er réttlæting fyrir þessu - afar tyrfinn pistill með gröfum og línuritum.

Augljóslega þá eru fjölmiðlar ekki ýkja hrifnir af þessu, og eru með undirskriftasöfnun: http://www.fjolmidlalog.is/ Omega er í þessum hóp. Skiljanlega, glætan að þeir nenni að skila inn skýrzlu sem sýnir að stór hluti þeirra efnis er amerískt.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli