miðvikudagur, maí 11, 2011

Dagur 66 ár 7 (dagur 2624, færzla nr. 1014):

Meira af Vestmanneyicus, þangað sem ónýt myndbrot fara til að öðlast nýtt líf:

Sagan á bakvið þetta rugl, er að ég átti til korter af Bjarka Tý eitthvað að fífast. Þetta var ein af fjölmörgum kvikmyndum sem við kláruðum ekki af einni eða annarri ástæðu.

Plottið í þessari var, að mig minnir: ósýnilega geimvera gerir innrás, og stelur sláttuvélinni af manni.

Það er meira af þessari mynd - brot og partar - í þessari þáttaröð.

Hvað um það; ég vissi ekki alveg hvað ég átti að gera við þetta bull. Svo var ég að horfa á þetta einn daginn, og velta þessu fyrir mér, hvað ég ætti eiginlega að gera við þetta, ef eitthvað, og þá rann upp fyrir mér að þetta sprikl allt í honum lýktist mikið einskonar dansi. Og ég átti einmitt fína músík undir það!

Sem ég stal hér, svo við höldum því til haga.

Þetta er allt úr einhverjum tölvuleik sem ég veit ekkert um annað en nafnið: Moji pittan. (Og nú vitiði af hverju sjálfsmorðstíðni í Japan er mjög há.)

Auðvitað er langt intró. Með meira af ónotuðu efni. Ekkert vitrænt frekar en fyrri daginn.

En hér er það þá: Bjarki Týr Gylfason, Lord of the Dance:



Ég vil meina að hann sé fyndnari en kattastelpurnar.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli