fimmtudagur, maí 26, 2011

Dagur 81 ár 7 (dagur 2638, færzla nr. 1017):

Það líður að ættarmóti. Ég þarf eitthvað að hugsa um það - hvernig á að koma mér þangað og slíkt.

Að fljúga kostar X mikið - og þá er flogið til AEY. Þá þarf annað hvort að sækja mig eða ég þarf að leigja bíl.

Ef ég leigi bíl, þá kostar það skv Herz lágmark 70.000, gefið að ég taki bíl með crúskontról - sem þarf, ef ég vil ekki vera böstaður af stormtrúperum fyrir eitthvað sem er ámóta móralskt rangt og að neyta C-vítamíns. Svo er ekkert víst að þessir bílar séu með krúskontról.

Svo: fokk.

Svo er Kristín eitthvað mótfallin því að borga 5-7000 kall fyrir gistingu. Aha. Hún er til í að punga út 30.000+ kr. fyrir farið, en vill svo ekki borga jafngildi 3/4 kassa af bjór fyrir gistingu. Svo heldur hún því fram að hún sé ekki aumingi.

Veit hún ekki að í sósíalísku hagkerfi eru peningar verðlausir?

Jæja... þetta kvenfólk.

Hvað um það: fyrir mig er þetta lítið mál. Jú - það gæti verið praktískara fyrir mig að hreinlega kaupa bíl til að þvælast um á, en hey, þarf bíl hvort eð er ef ég ætla að hitta frænda seinna.

Svo: ég get fengið Ford Exploder á 200.000. Með crúskontról. Það eru góðir ferðabílar. Einnota líka. Chrysler Cirrus/Dodge Stratus á 250K. Þeir eiga til að endast eitthvað. Benz á 300K. Eilífðareign. Lincoln/Buick/Cadillac á 500K.

Svo... vantar einhvern far norður?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli