föstudagur, nóvember 11, 2011

Dagur 252 ár 7 (dagur 2807, færzla nr. 1057)

Átti ekki loftsteinn að rekast á jörðina í dag, hvernig var það? Eða var það í gær? Eða á morgun?

Hvað um það: Tökum frí frá kyrrmyndunum til að horfa á kvikmynd:



Julias eyes.



Cat III



Barbarossa.

Kvikmynd kvöldsins er "The shape of things to come," frá 1936. Hún byrjar á upphafi seinni heimstyrrjaldar, sem heldur áfram lengi lengi... þangað til mikil drepsótt gengur endanlega frá næstum öllum. Svo skjóta þeir sjálfum sér út í geim með risastórri fallbyssu.

Það er langt síðan ég sá þessa, þá var google-video til ennþá... en hvað um það, þetta er stórundarleg ræma, sem gerist í framtíðinni, eins og millistríðsárafólk sá hana fyrir sér.

Geimbyssa. Já. Gott stöff.

Munið eftir poppinu.



Things to come, 1936.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli