þriðjudagur, nóvember 29, 2011

Dagur 270 ár 7 (dagur 2825, færzla nr. 1061)



Kominn af evrusvæðinu. Og úr siðmenningunni. Það var merkilegt, en á meðan Sveitir Danmerkur líta út eins og eitthvert konfektkassamálverk, rétt eins og Þýzkaland, bara aðeins ýktara, þá er tilfinningin að fara frá Þýzkalandi til Danmerkur svona eins og að fara frá Spáni og til Afríku.

Nema hvað Afríka lyktaði ekki eins og æla.



Hótelið var grámyglulegt.



Lítur út alveg eins og Amerískt plan, ekki satt? Gæti alveg eins verið í Ann Arbor.



Ég var eitthvað að ráfa í kringum hótelið.



Þá kem ég auga á þetta. Þetta er bara rétt bakvið þetta hótel.



Þetta er historíska míníbíið.



Magnaður anskoti.



Mig hefur alltaf langað til að vera stór í Danmörku.

Ég á svo margar myndir af þessu...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli