sunnudagur, janúar 29, 2012

Dagur 330 ár 7 (dagur 2885, færzla nr. 1077)

Í tilefni af því að til stendur að banna 3 íþróttir til viðbótar - þær sem eru þegar bannaðar verða ekki taldar á fingrum annarrar handar - er ekki úr vegi að benda á fullt af íþróttum sem mætti byrja að standa í á Íslandi í staðinn.

En förum fyrst yfir þær íþróttir sem eru hvað vinsælastar, og hvað þær hafa að bera:

Fótbolti.

Þetta er fjöldaíþrótt, sem íslendingar eru mjög hrifnir af, en að sama skapi mjög lélegir i. Reiknast mér til að meðal-kvennalið í brasilíu sé betra en úrvalslið karla á íslandi. Án þess að ég sé með því að meina að Brasilíumenn séu eitthvað lélegir í fótbolta.

Þau góðu áhrif sem eru af fótbolta:

Slitin liðbönd, nári, ýmsir vöðvar, liðþófaskemmdir.

Handbolti:

Önnur fjöldaíþrótt, sem íslendingar eru allt í lagi í, en enginn annar nennir að horfa á... af einverjum orsökum.

Þau góðu áhrif sem eru af Handbolta:

Það sama og af fótbolta, nema þeir sem spila handbolta geta líka slitið vöðva og sinar í handleggjum.

Golf:

Íþrótt sem er tilvalin fyrir menn sem geta ekki hreyft sig mikið. Stendur til boða að láta keyra sig um súrrealíska gresju á litlum rafbíl.

Þau góðu áhrif sem eru af Golfi:

Maður fær úrval af lurkum sem eru vel til þess fallnir að berja innbrotsþjófa í klessu. Einnig má nota kúlurnar til að henda þeim í fólk, nú, eða troða þeim upp í það ef það er með einhverja stæla, koma þeim fyrir í sokkum og nota þær þannig fyrir barefli, nú eða bara berja fólk með þeim.

Golf er semsagt mkil snilldaríþrótt.

Hvaða aðrar íþróttir eru þarna úti sem hafa þessa eiginleika?

Krikket.

Krikket er fjöldaíþrótt, þar sem menn notast við massíf barefli. Engum sögum fer af örorkuvaldandi áhrifum þeirrar íþróttar, svo hún er út.

Íshokkí.

Það er ca hálft íshokkí lið á íslandi. Vegna skorts á ís. Og það er mjög töff íþrótt, enda brýst stundum út box í leikjunum. Sem veldur því að það er of töff íþrótt fyrir ísland. Svo hún er út.

Skíðaskotfimi.... nei. Vegna þess að samkvæmt ríkisstjórninni eru allir sem hafa gaman af slíku örugglega á bandi Vítisengla.

Rugbí.

Sama og fótbolti, nema meira um stympingar. Venjulegur Rugbí spilari lætur venjulegan fótboltamann virka eins og ræfil. Mikið af slysum á mönnum og blóði. Ætti að geta valdið örorku á innan við 5 árum.

Gæti orðið vinsælt... en er einhvernvegin ekki alveg nógu lúðavænt sport.

Amerískt rugbí, AKA fótbolti.

Sama og rugbí, nema í brynju, og það er alltaf pása á 5 sekúndna fresti, sem stenur yfir í svona korter.

Miklu meira um örorku en í rugbí, svo um munar, örorka garanteruð innan fimm ára.

Ætti að geta náð miklum vinsældum hér á landi - þó brynvörnin sé nokkuð dýr.

Hafnabolti:

Gömul ensk íþrótt sem er mjög vinsæl í USA & Japan. Hefur sömu góðu púntana og golf, þó með minna úrvali af morðtólum, hver sem er á að geta spilað þetta, vandinn er að hitta boltann.

Það sem helst mælir á móti vinsældum þessara íþrótta allra, er að Manchester United spilar ekki í neinni þeirra. Og það ku vera frumskilyrði... af einhverjum orsökum.

þriðjudagur, janúar 24, 2012

Dagur 325 ár 7 (dagur 2880, færzla nr. 1076)

Treilerar:



Örugglega versta mynd sem gerð hefur verið. Ja, það er þó mikið af "daremo" í henni... hvað sem það svo er.



Hebrew hammer.



Kimi ni todoke. Einhver gerði kvikmynd eftir þessu... já... Manga, ef einhver er að velta því fyrir sér.

Kvikmynd kvöldsins:

Paranoia.

Þessi er síðan í fyrra. Gerð fyrir smápeninga af einhverjum kunningjahóp, bara til að sýna hvað væri hægt að gera. Og viti menn, þessi ræma er bara nokkuð góð.

Við fyrstu sýn er hún líkust einni af þessum gömlu lélegu Basic instinct rip-off myndum gerðum fyrir sjónvarp, en svo breytist það. Til hins betra.

Jú, vissulega er hún ekkert ofsalega vel leikin og hljóðið í henni er vafasamt. En hey... eftir 10 mínútur dettur maður inn í plottið, og það virkar bara nokkuð vel. Þeir eru líka vandvirkir. Ég fann engar áberandi continuity villur í henni.

20.000 dollarar, segja þeir...

Og nú búist þið við svo vondri mynd... sem er gott. Það er besti undirbúningurinn fyrir svona lagað:



Þessi er fáanleg á DVD í gegnum þennan hlekk. Önnur útgáfa, segja þeir. Með einhverju aukaefni.

miðvikudagur, janúar 18, 2012

Dagur 319 ár 7 (dagur 2874, færzla nr. 1075)

Er ekki tími til að spá? Spáum lengra fram í tímann núna:

Á næstu 1-3 árum:

Facebook verður ritskoðað svo herfilega að það mun minna helst á MSN eins og það var fyrir 10 árum.

Allir sem hafa nokkurntíma komið inn á youtube verða kærðir vegna brota á höfundarlagabrotum, afturvirkt, just in case.

Ekkert lén sem endar á .net mun sjást í USA, vegna þess að það eru allt bootleggarar.

Ný stjórn tekur við völdum á landinu, sem verður til þess að verðbólgan hættir að vera 5-6%, og byrjar að vera 4-5%. Á sama tíma lækkar árlegur fjöldi útfluttra úr ~1500 í ~1200.

Black Pistons verða jafn-áberandi og Hell's Angels.

Evrópa lendir í seinni kreppunni. (eftir svona 2 mánuði.)

3-10 ár:

Evrópa nær sér eftir seinni kreppuna.

Öfga-feministahópurinn Stóra Systir kemst til valda, og bannar nauðganir... meira. Í þetta sinn verður skilgreiningin á nauðgun víkkuð út til að fela í sér það að horfa á kvenpersónu, raunverulega eða teiknaða, karlmann að þykjast verða kvenmaður og á stað þar sem kona hefur nokkurntíma verið.

Fyrir handvömm - sem mun ennþá einkenna Íslenska stjórnsýzlu - þá mun það að gleyma að gefa stefnuljós falla undir nauðgun líka, og ekki uppgötvast fyrr en dæmt verður í fyrsta nauðgunarmáli sögunnar þar sem engin nauðgun hefur farið fram. Sá seki mun þurfa að reiða fram 5000 kr fyrir umferðarlagabrot sitt. Þetta mun valda fordæmi, óhjákvæmilega, sem aftur veldur því að allir nauðgarar næstu 15 árin sleppa með 5000 króna sekt.

STEF fær prósentur af orkureikninginum, enda er rafmagn mikið notað við ólöglegt dánlód íslenskrar tónlistar.

Olía finnst a Drekasvæðinu, en til þess að græða eitthvað á því, makka olíufélögin með nojurum og múta nokkrum vel völdum íslenskum embættismönnum, svo ekkert af henni kemur á land hér, hvorki dropi af olíunni sjálfri né gróði af henni.

Bandidos mótorhjólagengið bætist við skemmtanamenningu landsins. Til þess að sporna við fjölgun gengja, verður bannað að ganga um í Hello Kitty nærbuxum.

10-15 ár:

Farið verður að notast við frenólógíu til þess að uppgötva glæpamenn áður en þeir fremja glæpi, og eftir að glæpir hafa verið framdir, í stað venjulegrar yfirheyrzlu. Þetta mun gefast afar vel, og mun glæpum almennt fækka úr 200 glæpum á 10.000 íbúa í 400 glæpi á 10.000 íbúa.

4% af íslendingum mun núna vera í fangelsi, og toppum við þar með USA, sem enn verða ekki með nema 3%.

Það kemur í ljós að allt þetta búzzht og salöt og heilsufæða er bráðdrepandi, jafnvel verra en pylsur, og það sem verra er: tilgangslausar sjálfspyntingar þangað til dauðinn óhjákvæmilega ber að dyrum.

Það verður orðið auðveldara og ódýrara að splæsa á línu að kókaíni en að kaupa einn bjór.

Það verður orðið auðveldara, fljótlegra og vænlegra til árangurs að kaupa skammbyssu á svarta markaðnum til þess að verjast glæpamönnum en að hringja í neyðarlínuna og bíða eftir löggunni.

15-20 ár:

Indland orðið ráðandi á heimsvísu. Indónesía á góðri leið, loksins. Þau lönd sem nú teljast til vesturlanda komin á sama stall og Suður Ameríka er núna. Sum á leið á sama stað og Sómalía er núna. Með eiturlyfjastríði og allt. USA sérstaklega aumt á að líta eftir að hafa gróflega tapað WW3 á mjög neyðarlegan hátt. MJÖÖÖÖG. Alenningur skilur ekkert hvernig stóð eiginlega á þessu.

Íslendingar líta enn mjög stórt á sig, en vita því miður ekkert hvað hefur verið á seyði í heiminum utan kannski Tenerife undanfarin 15 ár, vegna almennrar ritskoðunar.

Í orði kveðnu er Ísland með lýðveldi með þingbundinni stjórn. Í raun verður því stýrt af nokkrum áhugaverðum og nafntoguðum mótorhjólagengjum.

sunnudagur, janúar 15, 2012

Dagur 316 ár 7 (dagur 2871, færzla nr. 1074)

Ég var að velta fyrir mér, af hverju hefur engum dottið í hug að banna hesta?

Ég meina, hver þarf hest? Enginn.

Og það eru víst núorðið næg rök fyrir því að banna hvað sem er... og hafa svosem alltaf verið. En, hvað um það, þetta er nú ekki alveg út í bláinn hjá mér, og ég skal rökstyðja þetta frekar:

Á hverju ári slasast hellingur af fólki, þar á meðal mörg börn, í hestaslysum. Það líður ekki ár án þess að einhver lamist. Fólk hefur dáið.

Hestarnir bíta fólk, stíga á fætur manna, sparka í þá og missa þá af baki. Þessi hegðun hrossa er eins hvort sem á í hlut fullorðnn maður, kona eða barn af hvoru kyni sem er.

Hættan endar ekki þar, heldur er ekkert óalgengt að hross séu á vappi á vegum landsins, í myrkri, algerlega án allra endurskynsmerkja, með eða án knapa. Af þessu hafa þegar hlotist fjölmörg mjög alvarleg slys, þar á meðal banaslys.

Og svo er óþrifnaðurinn af hrossahaldi: stór svæði í Reykjavík og víðar lykta eins og Vesterbrogade, bara vegna þess að hesthús eru í nágrenninu. Svo veit maður líka alltaf hvar hestamenn hafa verið á ferð, því í slóð þeirra liggur löng, oft óslitin lína af taði. Það er af þessu óþrifnaður, smithætta og kostnaður við þrif.

Fólk kvartar nú þegar yfir því að kettir gangi örna sinna í sandkassa. Hestar gefa frá sér tað í hvert skifti sem er að rúmmáli meira um sig en heill meðal-köttur.

Það þarf enginn hest, og þeir eru skaðlegir á nokkra mismunandi vegu. Þess vegna legg ég til að þeir verði allir gerðir uppteknir með lögum, og þeim eytt til hagsmuna og öryggis fyrir almenning.

Það eru til bílar núna, strætisvagnar og taxar, sem menn geta ferðast í, og eru þar öruggari og til minni vansa en á hestbaki. Ef menn þurfa að vera í einhverjum kábojleik, geta þeir farið til útlanda, og slasað sig þar.

Hugsið um börnin, bannið hesta nú þegar.

föstudagur, janúar 13, 2012

Dagur 314 ár 7 (dagur 2869, færzla nr. 1073)

Föstudagurinn 13. Hafiði verið elt af Jason Vorhees í dag?

Hmm...

þriðjudagur, janúar 10, 2012

Dagur 311 ár 7 (dagur 2866, færzla nr. 1072)

Það er ansi langt síðan ég var seinast með þetta, höldum bara áfram þaðan sem frá var horfið:



Efni fyrir einstaklinga með ADD. Ekkert þarna sem þarf að þekkja sérstaklega. Sem er gott.

Og auðvitað fylgir alvöru anime OP:



Þetta er úr Steins; Gate. Þetta lag átti greinilega aldrei að vera lengra en 90 sekúndur.

sunnudagur, janúar 08, 2012

Dagur 309 ár 7 (dagur 2864, færzla nr. 1071)

Þá eru Jólin loksins búin:



Til hamingju með það.

Þá getum við snúið okkur að mikilvægari hlutum, eins og að iðka vúdú, eða drekka heimabrugg. Eða bæði samtímis. Shango & Ogun eru hrifnir af rommi.

þriðjudagur, janúar 03, 2012

Dagur 304 ár 7 (dagur 2859, færzla nr. 1070)

Nú er árið 2012, er mér tjáð. Um það er sungið:



Skoðum nú hversu forspáir þeir félagar Magnús Ingimarsson og Ómar Ragnarsson voru:

Í laginu segir: "nú tæknin geggjuð orðin er."

Get ekki mótmælt því. En við fílum geggjun núna.

"Mig dreymdi að væri komið árið 2012"

You wish.

þeir tunglið höfðu malbikað og steypt í hólf og gólf.

Það væri vissulega töff, en nei. Því er ver.

vélar unnu störfin og enginn gerði neitt.

Vélar vinna ekki öll störfin, en fjöldi fólks nennir ekki að gera neitt. Það fólk þarf að lemja.

Og ekki hafði neitt að gera útvarpsstjóri vor
því yfirmaður hans var lítill vasatransistor


Það væri miklu meira töff en það sem raun varð á.

og þingmennirnir okkar voru ei með fúlla femm

Já, það er reyndar rétt, en...

því forsætisráðherran var gamall IBM.

Ekki af þessari ástæðu. Gamall IBM væri betri í djobbið.

ekki hélt ég út að horfa á kábojröngentmynd.

Já... nei.

Ég dapur fór á barinn og um dobbel bað af stút,
en er dónin tók upp sprautu, þá flýtti ég mér út.


Góð hugmynd, en er iðkuð prívat en ekki á almannafæri.

Við erum víst ekki enn komin með pillur til barneigna. Það eru til pillur við barneignum hinsvegar. Svo... nei.