þriðjudagur, janúar 24, 2012

Dagur 325 ár 7 (dagur 2880, færzla nr. 1076)

Treilerar:



Örugglega versta mynd sem gerð hefur verið. Ja, það er þó mikið af "daremo" í henni... hvað sem það svo er.



Hebrew hammer.



Kimi ni todoke. Einhver gerði kvikmynd eftir þessu... já... Manga, ef einhver er að velta því fyrir sér.

Kvikmynd kvöldsins:

Paranoia.

Þessi er síðan í fyrra. Gerð fyrir smápeninga af einhverjum kunningjahóp, bara til að sýna hvað væri hægt að gera. Og viti menn, þessi ræma er bara nokkuð góð.

Við fyrstu sýn er hún líkust einni af þessum gömlu lélegu Basic instinct rip-off myndum gerðum fyrir sjónvarp, en svo breytist það. Til hins betra.

Jú, vissulega er hún ekkert ofsalega vel leikin og hljóðið í henni er vafasamt. En hey... eftir 10 mínútur dettur maður inn í plottið, og það virkar bara nokkuð vel. Þeir eru líka vandvirkir. Ég fann engar áberandi continuity villur í henni.

20.000 dollarar, segja þeir...

Og nú búist þið við svo vondri mynd... sem er gott. Það er besti undirbúningurinn fyrir svona lagað:



Þessi er fáanleg á DVD í gegnum þennan hlekk. Önnur útgáfa, segja þeir. Með einhverju aukaefni.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli