sunnudagur, janúar 29, 2012

Dagur 330 ár 7 (dagur 2885, færzla nr. 1077)

Í tilefni af því að til stendur að banna 3 íþróttir til viðbótar - þær sem eru þegar bannaðar verða ekki taldar á fingrum annarrar handar - er ekki úr vegi að benda á fullt af íþróttum sem mætti byrja að standa í á Íslandi í staðinn.

En förum fyrst yfir þær íþróttir sem eru hvað vinsælastar, og hvað þær hafa að bera:

Fótbolti.

Þetta er fjöldaíþrótt, sem íslendingar eru mjög hrifnir af, en að sama skapi mjög lélegir i. Reiknast mér til að meðal-kvennalið í brasilíu sé betra en úrvalslið karla á íslandi. Án þess að ég sé með því að meina að Brasilíumenn séu eitthvað lélegir í fótbolta.

Þau góðu áhrif sem eru af fótbolta:

Slitin liðbönd, nári, ýmsir vöðvar, liðþófaskemmdir.

Handbolti:

Önnur fjöldaíþrótt, sem íslendingar eru allt í lagi í, en enginn annar nennir að horfa á... af einverjum orsökum.

Þau góðu áhrif sem eru af Handbolta:

Það sama og af fótbolta, nema þeir sem spila handbolta geta líka slitið vöðva og sinar í handleggjum.

Golf:

Íþrótt sem er tilvalin fyrir menn sem geta ekki hreyft sig mikið. Stendur til boða að láta keyra sig um súrrealíska gresju á litlum rafbíl.

Þau góðu áhrif sem eru af Golfi:

Maður fær úrval af lurkum sem eru vel til þess fallnir að berja innbrotsþjófa í klessu. Einnig má nota kúlurnar til að henda þeim í fólk, nú, eða troða þeim upp í það ef það er með einhverja stæla, koma þeim fyrir í sokkum og nota þær þannig fyrir barefli, nú eða bara berja fólk með þeim.

Golf er semsagt mkil snilldaríþrótt.

Hvaða aðrar íþróttir eru þarna úti sem hafa þessa eiginleika?

Krikket.

Krikket er fjöldaíþrótt, þar sem menn notast við massíf barefli. Engum sögum fer af örorkuvaldandi áhrifum þeirrar íþróttar, svo hún er út.

Íshokkí.

Það er ca hálft íshokkí lið á íslandi. Vegna skorts á ís. Og það er mjög töff íþrótt, enda brýst stundum út box í leikjunum. Sem veldur því að það er of töff íþrótt fyrir ísland. Svo hún er út.

Skíðaskotfimi.... nei. Vegna þess að samkvæmt ríkisstjórninni eru allir sem hafa gaman af slíku örugglega á bandi Vítisengla.

Rugbí.

Sama og fótbolti, nema meira um stympingar. Venjulegur Rugbí spilari lætur venjulegan fótboltamann virka eins og ræfil. Mikið af slysum á mönnum og blóði. Ætti að geta valdið örorku á innan við 5 árum.

Gæti orðið vinsælt... en er einhvernvegin ekki alveg nógu lúðavænt sport.

Amerískt rugbí, AKA fótbolti.

Sama og rugbí, nema í brynju, og það er alltaf pása á 5 sekúndna fresti, sem stenur yfir í svona korter.

Miklu meira um örorku en í rugbí, svo um munar, örorka garanteruð innan fimm ára.

Ætti að geta náð miklum vinsældum hér á landi - þó brynvörnin sé nokkuð dýr.

Hafnabolti:

Gömul ensk íþrótt sem er mjög vinsæl í USA & Japan. Hefur sömu góðu púntana og golf, þó með minna úrvali af morðtólum, hver sem er á að geta spilað þetta, vandinn er að hitta boltann.

Það sem helst mælir á móti vinsældum þessara íþrótta allra, er að Manchester United spilar ekki í neinni þeirra. Og það ku vera frumskilyrði... af einhverjum orsökum.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli