sunnudagur, nóvember 18, 2012

Dagur 255 ár 8 (dagur 3176, færzla nr. 1152)

Þá eru þeir aftir byrjaðir að berjast fyrir botni miðjarðarhafs.  Var ekki nóg að hafa bara borgarastyrrjöld í Sýrlandi?

Jæja, þetta verður bara eins og seinast, giska ég á.  Erjur í 1-2 mánuði með miklum grát og gnýstran tanna, svo fer allur vindur úr þessu aftur.

En til skemmtunar, förum yfir hvaða lið þetta eru:

Arabar vs Ísraelar.

Múslimar vs gyðingar.  Sömu guðirnir.  Ekki alveg sama dellan.  Annar trúflokkurinn er betri en hinn.  Fyrir alla.

Menn fjármagnaðir af vitleysingum í útlöndum vs menn fjármagnaðir af vitleysingum í útlöndum... og einhverju einkaframtaki.  Hér hafa Ísraelarnir smá yfirburði - þeir nefnilega eru ekki að öllu leiti staðráðnir í eyðingu eins eða neins, svo þeir starfa við aðra hluti svona í hjáverkum.  Til dæmis framleiða þeir Aloe vera gel, og töflur við eyrnasuði - þeir eru mjög framarlega á heyrnarlækningasviðinu, vegna þess að þeir eru svo hrifnir af byssum.

Helstu klappstýrur:

fyrir arabana: Arabar, anti-semitar, yfirlýstir sósíalistar; gamlir hippar; fólk með andúð á ameríkumönnum; fólk sem hefur augljóslega lítið vit á hernaði.  Fyrir Ísraelana: Omega gengið; zionistar; gyðingar; fólk sem finnst að þessir yfirlýstu sósíalistar, hippar og andstæðingar USA ættu að fá sér vinnu.

Hernaðaraðferðir:

Arabar: skjóta heimasmíðuðum eldflaugum af handahófi í átt að helstu byggðum ísraela.  Skotmörk: bara eitthvað.
Brynvörn: íbúðarhverfi.  Helst með nóg af smábörnum.
Þeir reiða sig á að ísraelarnir sprengi þessa krakka í loft upp (þess vegna eru þeir viðstaddir eldflaugaskotin) þá taka þeir myndir af líkunum - nú, eða hleypa alþjóðlegum fréttastofum að, til að skoða.  Þá verður til slæmt propaganda fyrri Ísraela.

Ísraelar: skjóta á þá staði þaðan sem þessar eldflaugar koma.
Brynvörn: Samofin keramik nikkel-stál málmblanda.  Þeir hafa ekkert efni á að missa fólk.
Þeir reyna að finna og sprengja í loft upp helstu forkólfa andstæðinganna, til að undirmennirnir fari þá að drepa hvern annan eins og venjulega.

Þannig er það,  Þetta verður búið bráðlega.  Svo byrjar það aftur eftir nokkur ár.  Þetta er krónískt þarna.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli