laugardagur, mars 02, 2013

Dagur 359 ár 8 (dagur 3280, færzla nr. 1178)

Ég man í gamla daga, þegar Mexíkónar voru kallaðir Mexíkanar.
Þegar menn fóru í mál við hvern annan, en ekki gegn hver öðrum.
Þegar menn brutu lög, en ekki gegn lögum.
Þegar menn brutu á hver öðrum, en ekki gegn hver öðrum.
Þegar menn áttu úrval af vörum, en geymdu þær ekki í úrvali.
Þegar ég var spurður hvað ég vildi hafa í matinn, en ekki hvað ég vildi hvað varðaði mat.

Svona lagað heyrir maður í fréttum ef maður nennir að hlusta á þær, og les í blöðunum.  Enginn virðist sjá neitt athugavert við svona málfar.

Ég bara bíð eftir að þeir fari að taka um manninn sem hlaupti í mark, kaupti hvað varðar appelsína og átti vekjaraklukka gegn sofa hvað varðar að sofa yfir sig.

Fólk, þetta verður framtíðin.  Þið talið, og ég mun ekkert botna í ykkur.  Því þið munið hljóma eins og fífl.  Gott málfar er auðvelt.  Það er allt í úlnliðnum.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli