Dagur 362 ár 8 (dagur 3283, færzla nr. 1179)
Arnórsbakarí er skrítið. Það eru engar dyr framan á húsinu, svo að ef maður kemur labbandi frá sjónum, þá er eins og það sé engin leið inn. Svo, við nána skoðun sér maður að dyrnar eru inni í einhverju skuggasundi.
Hver hannaði þetta eiginlega?
Öll byggingin er ein sú klaufalegasta sem ég man eftir að hafa séð. Og í ofanálag er hún ljót og fráhrindandi. Ég meina: hver lætur sér detta í hug að smíða svona líflausan dökkgráan kumbalda þarna? Húsin á móti eru kannski rytjuleg, en þau virka að minnstakosti lifandi.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli