fimmtudagur, september 18, 2014

Dagur 196 ár 10 (dagur 3847, færzla nr. 1331

Mig vantar bíl með torfæru-eiginleika.  *Einhverja* torfærueiginleika.  Þurfa ekki að vera miklir, bara vera þarna.

Ég hef áttað mig á þessu.

Hvað er þá til boða?

Ja, ég er ekki að fara að kaupa nýjan bíl.  Ég á alveg nóg af skuldum eins og er - þó þær fari nú eitthvað lækkandi.

Hvernig bíl þarf ég?

Ideal bíllinn væri Dodge Dart/Plymouth Valiant; Ford Falcon, Taunus, Granada; Volga; AMC Rambler, Ambassador; Chevrolet Nova, Chevelle, Malibu... eða eitthvað af þeirri stærð og lögun.  Með drifi á öllum.


1966 Dodge Dart

Sem sagt, ökutæki sem er ekki til.

Það er gott að hafa stórt skott, því endrum og eins flyt ég með mér hitt og þetta sem er betur geymt í skottinu en í aftursætunum.

Gott er að hafa 4 dyr, vegna þess að það er skærra að henda innkaupapokanum inn um afturdyrnar en að þvælast með hann með sér inn um bílstjórahurðina, og bauka þar við að troða honum afturí, þaðan sem þarf óhjákvæmilega að ná í hann aftur, eða drösla honum yfir í hitt sætið.

Því stærri, því betra, upp að vissu marki.  Ford F250 eiga það til að vera óþarflega langir bílar.  Sérstaklega pallurinn, aðallega vegna þess að pallur er einhvernvegin tilgangslausasti hlutur í heimi fyrir mig.

Að auki er sérstakur kostur ef bíllinn þolir smá árekstra.  Þeir hafa verið að plaga mig.

Kannski get ég látið einhvern rigga grind umhverfis bílinn?  Svona eins og er á Go-kart bílum?  Það væri dáldið töff.

Athuga það.

En... seinni tíma vandamál.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli