Dagur 202 ár 10 (dagur 3853, færzla nr. 1332
Rauðvínsbruggun er ágætis hobbý ef maður hefur ekkert of mikinn tíma.
Að taka græjurnar til og hreinsa þær tekur ekki nema í mesta lagi klukkutíma.
Að hella leginum í balann og hræra hann til tekur enga stund.
Svo bíður maður í viku, gerir eitthvað sem tekur ~ hálftíma.
Svo bíður maður lengur.
Á meðan getur maður dundað sér við að hreinsa flöskur. 10 á dag, í þrjá daga - eða yfir vikuna. Þegar þær eru til eru þær til, og þarf ekkert a hugsa um þær.
Svo tappar maður vínunu á flöskurnar. Það tekur ekkert langan tíma.
Svo bíður maður í 2-3 mánuði áður en maður getur smakkað sullið.
Þeir segja það spekingarnir að vín sé svo gott fyrir hjartað. Á sama tíma er vitað að það er ekkert allt of gott fyrir lifrina.
Svo...
Við drekkum þetta ekki á hverjum degi, er það?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli