Vinnan minnir mig stundum á tölvuleik. Sú var tíðin að svo var ekki. Til dæmis var Fleytjanda-djobbið ekkert lýkt neinskonar tölvuleik.
Flugfélagið átti kannski sína spretti - sérstaklega þegar bílaleigan var enn.
En Ísfélagið...
Nú erum við að ýta kössum. Alveg eins og Lolo. Lolo gekk einmitt út á að ýta kössum á rétta staði.
Þetta varð aðeins súrara hinumegin, en þar var smá Spidey keimur af vinnunni oft.
Þetta lítur reyndar út nokkuð svipað og neðri hæðin í frystihúsinu.
Svo ég útskýri: Spiderman gengur út á að ýta á takka, til að hlutir gerist. Takkarnir eru langt frá því sem þeir stjórna. Alveg eins og það er í frystihúsinu.
Fyrsta borðið í Spiderman súmmerar þetta upp.
Það eru aðeins færri múmíur í vinnunni. Einni eða tveimur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli