sunnudagur, apríl 04, 2004

Dagur 31:

Bensín vs Dísel. Nú á að jafna verðið út sko. Það var alltaf dýrara að aka dísel ef maður ók undir 15.000 km á ári. Nema maður svindlaði of course.

Það er eitthvað blaður í gangi út af litun. Ég kem ekki auga á af hverju þarf að lita þetta sull. Ég sé það aldrei hvort eð er. Er á því að um gervi þörf sé að ræða, bara til þess að ýta upp verðinu og gera reglurnar flóknari. Og ýta upp verðinu. Var ég búinn að mynnast á að gera það dýrara?

Lítra á móti lítra mengar dísel jafn mikið, ef ekki meira an bensín. Jafnvel þó bensínvélar fái hjálp til þess með hvarfakútum og yfirleitt of fáum hestöflum miðað við þyngd ökutækis. Það er allt svifrikið. Þið vitið, smá svona korn, sem fólk á svo eftir að anda að sér, svo fer þetta niður í lungu og sker upp háræðarnar. Þannig eykur það hættu á krabbameini. Ef það er alltaf verið að ýta undir óþarfa frumuskiftingar er verið að auka líkur á krabba.

Lítra á móti lítra ýtir dísel jafnþungum bíl lengra en bensín, miðað við jafnstóra vél, þ.e.a.s.

Sem dæmi má nota landcrusher. (slæmt dæmi, því bensín toyotan svolgrar í sig bensín örar en "71 hemi-cuda) Bensín týpan skilst mér að sé að eyða þetta 25 á langkeyrzlu, á meðan dísellinn fer þetta á 12-15. Svipað og minn. (Reyndar fer sá niður í 10 á langkeyrzlu - stór vél í léttum bíl).

Og ég fer að velta fyrir mér: hvernig hyggjast þeir skemma þessa fínu hugmynd sína, að jafna eldsneytisverðið?

Nú þegar er búið að hækka kostnaðinn við að taka bílpróf upp í 100.000 kr. Það á eftir að valda vandræðum seinna. Kannski hækka þeir bílprófsaldurinn líka. Það er ein leið til að búa til vandamál.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli