Dagur 57:
Kominn tími til að fikta, aftur. Ekki í litunum þó... eða... hmm. Ja, nei. Við skulum lofa græna bakgrunninum að vera í friði. Hann fer svo vel með augun.
Svo ég áhvað núna að setja upp mynd. Það var bara að velja einhverja verulega flotta mynd. Það er ekki hægt að setja bara upp mynd af bara einhverju. Nei, það verður að vera eitthvað alveg sérstakt. Eitthvað flott, tignarlegt, glæsilegt...
Eitthvað stórt. já, bara nógu andskoti stórt. Svo það fylli út í bloggið.
En hvað er nógu stórt, hugsa ég? Hmm.
Búrhvalur? Já. Búrhvalir eru stórir. En þeir eru líka ekki mikið fyrir augað, er það? Eitthvert langt, hárlaust kvikindi, með engar lappir, lítil stingandi augu, nefið á bakinu, stóran stóran munn með tönnum einungis í neðri skolti. Ekki fallegt, engan veginn.
En Steypireyður þá? Nah. Það kvikindi er jafnvel ennþá ófrýnilegra.
Hvað þá? Spyr ég mig.
Ég veit! Jörðin! Öll jörðin eins og hún leggur sig ætti að vera svona nokkuð impressive. Og bara til að vera öðruvísi, þá er nótt, en ekki dagur.
Þannig sést hvert byggt ból á að minnsta kosti vestur-helmingi jarðar á myndinni.
Já, ég er sammála mér um að Jörðin sé talsvert flottari í myrkri, og ákveð þessvegna að skella upp mynd af fyrirbærinu.
Það búa nú ekkert ofsalega margir í Alaska, er það?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli