miðvikudagur, apríl 28, 2004

Dagur 55:

Höldum áfram með ódýra líkanið okkar af geimnum:

Sólin er 100 sinnum breiðari en jörðin. Fáið 44 tommu dekk lánað. Það er sólin. Notum 1 krónu fyrir jörðina, og tíeyring fyrir tungl. Tíeyringurinn er fet frá krónunni. Krónan á að vera í 150 metra fjarlægð frá '44 dekkinu.

Fyrir plútó, endimörk sólkerfisins skulum við nota teiknibólu. Setjum hana niður í 6 kílómetra fjarlægð frá dekkinu.

Alpha centauri er í 1.3 ljósára fjarlægð frá sólkerfinu okkar, eða í 12.299.000.000.000 kílómetra fjarlægð, svona circa. Sem þýðir, að ef '44 dekkið er á stakkó, þá á það sem þið notið til að tákna Alpha centauri, nálægustu stjörnuna, að vera einhversstaðar í Afríku.

Það er náttúrlega bara tóm tjara, svo við skulum minnka módelið aðeins.

Tökum tíkall, það er sólkerfið. Leggjum tíkallinn niður á jörðina, og notum svo krónu til að tákna alpha centauri. Göngum 1000 skref, og setjum krónuna niður. Göngum önnur 1000 skref, og setjum þar annan tíkall, til að tákna Síríus. Förum svo til Akureyrar. Þar finnum við hentugt hús, td. kirkjuna, og segjum að hún sé Óríon. Svo er Andrómeda, við höfum ekkert efni á að fara þangað, en hún er 3xlengra frá okkur á þessum skala en tunglið. Miðað við að Sólkerfið sé á stærð við tíkall.

Já. Vill einhver bjóða sig fram til að vera geimfari? Fara til Andrómedu kannski? Þú munt aldrei koma aftur.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli