Dagur 42:
Var að hugsa um fólk springandi í loft upp, eins og svo oft áður. Datt í hug að úr því að spánn hefur verið sprengdur einusinni, þá verði næst sprengt einhversstaðar annarsstaðar. Eða verður spánn sprengdur aftur? Það myndi enginn búast við því.
Var að spökulera í þessu. Hvað næst? Frakkland, sennilega. Bretland yrði þá næst. Þýskaland fljótlega, býst ég við. Er ekki auðvelt annars að sprengja danmörku? Hvað með ítalíu? Hún er að mestu ósprengd ennþá af alkæda. Hingað til hefir mafían séð um allar slíkar skemmtanir. En mafían er alveg safe. Ef maður er inní þjóðmálunum á ítalíu á maður að vita nokkurnveginn hverjum henni er illa við, og þar af leiðandi hverja á að forðast.
Alkæda aftur á móti, segir að ef þú ert ekki með túrban og átt ekki asna, þá ertu gyðingur, síonisti og ameríkani, og þá á að sprengja þig. Þeir eru svona eins og íslenskir 19 aldar bændur með sprengiefni.
Þeir mega þó eiga það, að þeir gera ferðalög mun meira spennandi. Nú þarf fólk ekki lengur að ferðast um kólumbíu til að eiga á hættu að vera skotið eða sprengt. Það er nóg að fara til evrópu.
Þeir hafa líka afrekað það að þagga niður í nánast öllum öðrum hryðjuverkasamtökum í heiminum, sem nú keppast við að lýkjast þessum gaurum ekki. Nú seinast ETA.
Og það er ekki eins og við getum orðið við þeim kröfum sem okkur grunar að þeir hafi. Það væri ekki einusinni æskilegt að verða við þeim.
Þetta er allt mjög athyglisvert. Hvað ætli gerist næst?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli