Dagur 59 ár 2:
Í gær kom inn um lúguna hin heimsfræga dramatíska teiknimynd: "Litla ljóta lirfan".
Í stuttu máli fjallar hún um ljóta lirfu.
Meðal annarra persóna í myndinni eru:
Ljót maríuhæna, ljót býfluga, ljótur ánamaðkur, ljót könguló og nokkrir ljótir þrestir.
Öll þessi ljótu dýr búa í undarlegum heimi þar sem allt er í flúorescent litum, líkt og eftir kjarnorkustyrrjöld. (Sem myndi útskýra afhverju allar persónurnar eru svo afmyndaðar og ljótar).
Söguþráðurinn er svohljóðandi:
Ljóta lirfan vaknar, (ljóta lirfan er svona græn-glóandi á litinn) og byrjar að borða lauf, eins og lirfa er siður. Þá kemur aðvífandi ljót maríuhæna, og fer að fárast yfir hve ljóta lirfan borðar mikið lauf. Svo bendir hún lirfunni (ónauðsynlega) á hve ljót hún er. Sem kemur úr hörðustu átt með hliðsjón af hvernig maríuhænan lýtur út.
Svo hittir ljóta lirfan ljótan orm, og ormurinn talar við hana. Svo hittir ljóta lirfan aftur ljótu maríuhænuna, og í þetta skifti er með henni ljót randafluga. Og ljóta maríuhænan og ljóta randaflugan reka ljótu lirfuna í burt.
Þá hittir ljóta lirfan ljótu köngulóna. Ljóta köngulóin pakkar lirfunni inn, og skilur hana eftir á vefnum sínum.
Þá kemur við sögu ljótur þröstur. Hann tekur lirfuna, og fer með hana til sinnar ljótu fjölskildu. Sem er samt minnst ljótu karakterarnir í myndinni, en nógu ljót samt. Og þrösturinn tekur númer, sem er nú bara ekkert fallegt af honum.
En ljóti þrösturinn gleymir að éta ljótu lirfuna, og þá gefst henni tækifæri til að breytast í: Ljótt fiðrildi.
Já. Á tímabili hélt ég að ljóta köngulóin væri ljótasti karakterinn í myndinni. Það var að sjálfsögðu áður en ég sá ljóta fiðrildið.
Atburðarásin er mjög hæg í þessari mynd. Allar persónur tala mjög hægt. Og það var eitt sem ég velti mikið fyrir mér eftir á: fuglinn, eina persónan sem er ekki padda, var líka eina persónan sem var af tvö eintök: karlkyns og kvenkyns, og áttu þau unga. Allar aðrar persónur, fyrir utan orminn, voru kvenkyns. Og nú velti ég fyrir mér...
Þetta er sko örugglega við hliðina á Chernobyl.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli